Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 10:21 Drápinu á Haniyeh mótmælt fyrir utan Háskóla Tehran. AP/Vahid Salemi Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira