Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að það verði leiðinlega hvasst í Vestmannaeyjum á laugardaginn en að honum þyki þó ekki líklegt að rokið nái 23 m/s. Hann segir þó að enn megi halda í vonina því að vindáttin gæti breyst og veitt eyjunum skjól.
Hratt dregur úr rokinu eftir því sem líður á laugardaginn og um kvöldmatarleytið verður rokið komið niður í viðráðanlegri 8-13 m/s.
Líklega fylgjast landsmenn sjaldan betur með veðurspánni og dagana fyrir Verslunarmannahelgi. Fjölmenni stefnir á þjóðhátíð í Eyjum þar sem boðið verður upp á alls konar veður yfir helgina.
Það er reyndar tilfellið víðast hvar um landið. Allir landshlutar munu fá sinn skammt af rigningu sem ætti ekki að koma neinum á óvart eftir það sem á undan er gengið í sumar.
Að neðan má sjá spá Veðurstofu Íslands fyrir landið allt um helgina.



