„Glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 18:57 Sveinn Rúnar er heiðursborgari í Palestínu og þekkti Ismail Haniyeh persónulega. AP Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu minnist Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas sem var ráðinn af dögum í Íran í nótt, í samfélagsmiðlafærslu. Þar segir hann Haniyeh hafa verið öflugan leiðtoga andspyrnuhreyfingar en í leið maður sátta og friðar. Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira