Eftir að hafa skipt með sér fyrstu fjórum leikjunum í fyrsta setti fann Zheng sig vel og vann næstu fjögur. Hún vann fyrsta settið því 6-2. Munaði mest um mistök þeirrar pólsku en hún gerði 16 slík, á meðan Zheng gerði aðeins sex.
Swiatek, sem er efst á heimslistanum, svaraði vel fyrir sig í öðru settinu. Hún mætti til leiks af miklum krafti og komst 4-0 yfir. Það snerist jafn hratt við þegar Zheng vann næstu fjóra leiki til að jafna 4-4.
Úr varð gríðarlega spennandi annað sett en að lokum hafði sú kínverska betur, 7-5, eftir upphækkun. Hún fer því í úrslit um Ólympíugullið en Swiatek þarf að gera sér bronsleikinn að góðu.
Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram síðar í dag og kemur í ljós hvort Anna Karolína Schmiedlová frá Slóvakíu eða Donna Vekić frá Króatíu mætir Zheng Qinwen í úrslitum.