„Við munum ekki eldast saman“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2024 07:00 Tómas Þór og Sunna voru á leiðinni að stofna fjölskyldu þegar örlögin gripu í taumana. Kraftur stuðningsfélag „Fyrsta tilfinningin var bara: „Nei, þetta getur ekki verið,“ segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður. Hann og unnusta hans, Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru rétt byrjuð að búa sér til líf saman og stefndu á barneignir þegar Sunna Kristín var greind með ólæknandi krabbamein. Tómas Þór er einn þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Tók hlutverk sitt alvarlega Leiðir þeirra Tómasar Þórs og Sunnu Kristínar lágu saman fyrir áratug, þegar þau hófu bæði störf hjá 365 miðlum og drógu þau sig síðan saman, hægt og rólega. Tómas Þór opnaði sig um árið um mikil stakkaskipti í lífinu eftir að hafa gengist undir magaskiptaaðgerð árið 2015. Hann gat farið til útlanda, hvort sem er í vinnu- eða skemmtiferðir, og fann ástina. Lífið var orðið mun betra og ástin meira að segja fundin. Þar sem Sunna Kristín og Tómas Þór voru bæði komin yfir þrítugt þá byrjuðu þau tiltölulega fljótt að ræða barneignir og leituðu seinna meir aðstoðar hjá Livio. Ferlið hjá Livio átti hins vegar eftir að taka óvænta stefnu og kollvarpa lífi parsins. Blóðprufur sem teknar voru úr Sunnu vöktu grunsemdir starfsmanns Livio sem hafði frumkvæði að því að sýnið yrði tekið til frekari rannsókna. Um viku síðar kom í ljós að Sunna var með mergæxli á gríðarlega háu stigi. Tómas Þór segir Sunnu hafa kennt sér aðstandendahlutverkið samhliða því að hún var sjúklingur,Kraftur stuðningsfélag Tómas Þór rifjar hann upp hræðsluna sem heltók þau á sínum tíma. „Sumt af þessu er eitthvað svartnætti sem maður er bara búinn að gleyma viljandi. Það er búið að segja þér úrslitin en maður vonast eftir því að þetta verði eins og í skaupinu ‘85, bara bíður eftir endursýningu og þá verði skotið framhjá.“ Tómas Þór lýsir því einnig hvernig það kom í hans hlut að skýra hlutina fyrir fólkinu í kringum þau. Hann segist hafa tekið hlutverkinu alvarlega, hann svaraði öllum og gaf skýrslu um hvernig allt væri. „Hitt kemur svona af sjálfu sér. Maður reynir að hafa allt eins þægilegt og hægt er að hafa í kringum hana, reynir að segja einhverja brandara á réttum tímapunktum. Ást og umhyggja og eitthvað grín og reyna að hafa þetta kósí, veit ekki hvort það er hægt að gera eitthvað mikið meira.“ Hann bætir við á öðrum stað að þegar útlitið sé ekki sem bjartast þá verði grínið og húmorinn stundum svartari. „Það verður svona óhjákvæmilegt að hann verður eitthvað svartari, hvað ætlaru að gera þegar ég fer, ég mun vera hér og vaka yfir þér og eitthvað svona grín. Þú þarft að breytast í einhvers konar faðmlag.“ Óvissan er verst Mein Sunnu er sem fyrr segir ólæknandi. Lyf við þessu tiltekna meini hafa engu að síður verið í mikilli þróun síðustu ár. Tómas Þór og Sunna takast á við aðstæðurnar saman og af æðruleysi.Kraftur stuðningsfélag „Ég er með unnustu sem samkvæmt læknavísindunum verður … Við munum ekki eldast saman. Það er það erfiðasta sem ég get sagt. Ég reyni að hugsa eins lítið um það og ég mögulega get,“ segir Tómas Þór. Að hans sögn er sjúkdómurinn „rétt fyrir ofan núllið“ hjá Sunnu eins og er og er „alltaf aðeins að láta vita af sér.“ Óvissan er mikil hvað varðar framtíðina en parið lifir fyrir daginn í dag. „Við vitum ekki hvort það séu tvö ár, fimm ár eða tíu ár áður en hann kemur aftur. Það er það ógeðslega við þetta. Þegar þú ert með svona sjúkdóm þá verðurðu bara að lifa núna, það er ekki annað hægt.“ Sunna Kristín sagði frá áfallinu við að greinast með krabbamein og baráttunni fyrir lífi sínu í viðtali við Ísland í dag árið 2022. Krabbamein Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York „Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 18. júlí 2022 15:49 Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Tómas var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. 21. febrúar 2018 10:00 „Mikil ábyrgð á mínum herðum“ Tómas Þór Þórðarson er umsjónarmaður nýs handboltaþáttar á Stöð 2 Sport en sýnt verður frá Olís-deildum karla og kvenna á stöðinni í vetur. Hann segist vera mjög spenntur fyrir því að handboltinn sé kominn yfir á Stöð 2 Sport. 3. september 2017 20:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Tómas Þór er einn þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Tók hlutverk sitt alvarlega Leiðir þeirra Tómasar Þórs og Sunnu Kristínar lágu saman fyrir áratug, þegar þau hófu bæði störf hjá 365 miðlum og drógu þau sig síðan saman, hægt og rólega. Tómas Þór opnaði sig um árið um mikil stakkaskipti í lífinu eftir að hafa gengist undir magaskiptaaðgerð árið 2015. Hann gat farið til útlanda, hvort sem er í vinnu- eða skemmtiferðir, og fann ástina. Lífið var orðið mun betra og ástin meira að segja fundin. Þar sem Sunna Kristín og Tómas Þór voru bæði komin yfir þrítugt þá byrjuðu þau tiltölulega fljótt að ræða barneignir og leituðu seinna meir aðstoðar hjá Livio. Ferlið hjá Livio átti hins vegar eftir að taka óvænta stefnu og kollvarpa lífi parsins. Blóðprufur sem teknar voru úr Sunnu vöktu grunsemdir starfsmanns Livio sem hafði frumkvæði að því að sýnið yrði tekið til frekari rannsókna. Um viku síðar kom í ljós að Sunna var með mergæxli á gríðarlega háu stigi. Tómas Þór segir Sunnu hafa kennt sér aðstandendahlutverkið samhliða því að hún var sjúklingur,Kraftur stuðningsfélag Tómas Þór rifjar hann upp hræðsluna sem heltók þau á sínum tíma. „Sumt af þessu er eitthvað svartnætti sem maður er bara búinn að gleyma viljandi. Það er búið að segja þér úrslitin en maður vonast eftir því að þetta verði eins og í skaupinu ‘85, bara bíður eftir endursýningu og þá verði skotið framhjá.“ Tómas Þór lýsir því einnig hvernig það kom í hans hlut að skýra hlutina fyrir fólkinu í kringum þau. Hann segist hafa tekið hlutverkinu alvarlega, hann svaraði öllum og gaf skýrslu um hvernig allt væri. „Hitt kemur svona af sjálfu sér. Maður reynir að hafa allt eins þægilegt og hægt er að hafa í kringum hana, reynir að segja einhverja brandara á réttum tímapunktum. Ást og umhyggja og eitthvað grín og reyna að hafa þetta kósí, veit ekki hvort það er hægt að gera eitthvað mikið meira.“ Hann bætir við á öðrum stað að þegar útlitið sé ekki sem bjartast þá verði grínið og húmorinn stundum svartari. „Það verður svona óhjákvæmilegt að hann verður eitthvað svartari, hvað ætlaru að gera þegar ég fer, ég mun vera hér og vaka yfir þér og eitthvað svona grín. Þú þarft að breytast í einhvers konar faðmlag.“ Óvissan er verst Mein Sunnu er sem fyrr segir ólæknandi. Lyf við þessu tiltekna meini hafa engu að síður verið í mikilli þróun síðustu ár. Tómas Þór og Sunna takast á við aðstæðurnar saman og af æðruleysi.Kraftur stuðningsfélag „Ég er með unnustu sem samkvæmt læknavísindunum verður … Við munum ekki eldast saman. Það er það erfiðasta sem ég get sagt. Ég reyni að hugsa eins lítið um það og ég mögulega get,“ segir Tómas Þór. Að hans sögn er sjúkdómurinn „rétt fyrir ofan núllið“ hjá Sunnu eins og er og er „alltaf aðeins að láta vita af sér.“ Óvissan er mikil hvað varðar framtíðina en parið lifir fyrir daginn í dag. „Við vitum ekki hvort það séu tvö ár, fimm ár eða tíu ár áður en hann kemur aftur. Það er það ógeðslega við þetta. Þegar þú ert með svona sjúkdóm þá verðurðu bara að lifa núna, það er ekki annað hægt.“ Sunna Kristín sagði frá áfallinu við að greinast með krabbamein og baráttunni fyrir lífi sínu í viðtali við Ísland í dag árið 2022.
Krabbamein Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York „Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 18. júlí 2022 15:49 Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Tómas var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. 21. febrúar 2018 10:00 „Mikil ábyrgð á mínum herðum“ Tómas Þór Þórðarson er umsjónarmaður nýs handboltaþáttar á Stöð 2 Sport en sýnt verður frá Olís-deildum karla og kvenna á stöðinni í vetur. Hann segist vera mjög spenntur fyrir því að handboltinn sé kominn yfir á Stöð 2 Sport. 3. september 2017 20:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York „Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 18. júlí 2022 15:49
Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Tómas var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. 21. febrúar 2018 10:00
„Mikil ábyrgð á mínum herðum“ Tómas Þór Þórðarson er umsjónarmaður nýs handboltaþáttar á Stöð 2 Sport en sýnt verður frá Olís-deildum karla og kvenna á stöðinni í vetur. Hann segist vera mjög spenntur fyrir því að handboltinn sé kominn yfir á Stöð 2 Sport. 3. september 2017 20:00