Hin fullkomna íslenska kona Helga Lára Haarde skrifar 1. ágúst 2024 14:31 Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Vinnustaðurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun