Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. ágúst 2024 20:31 Arnar/Ívar Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“ Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“
Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira