Vöntun á sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd á Austurlandi Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar