Kortrijk heimsótti Cercle Brugge í dag og fagnaði 2-1 sigri. Lærisveinar Freys Alexanderssonar töpuðu leik sinum í fyrstu umferðinni en sóttu nú sín fyrstu stig.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Kortrijk, varði fimm skot í leiknum og átti mjög góðan leik.
Nacho Ferri kom Kortrijk í 1-0 á 14. mínútu en Thibo Somers jafnaði fyrir á 44. mínútu. Sigurmarkið skoraði Mark Mampassi á 68. mínútu.
Mark dæmt af Orra
FC Kaupmannahöfn var manni fleiri frá 27. mínútu en tókst ekki að nýta sér það í 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Randers.
Orri Steinn Óskarsson kom boltanum í markið í dag en Varsjáin dæmdi markið af vegna rangstöðu.
Rangstöðumark Orra kom á 16. mínútu eða sex mínútum eftir að Frederik Lauenborg kom Randers í 1-0.
Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir FCK á 64. mínútu en þeir náðu ekki að skora sigurmarkið þrátt að reyna 31 skot í leiknum.
Orri Steinn átti þrjú af þessum skotum. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekknum.