Sport

Limurinn stóð í vegi fyrir ólympíudraumnum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Anthony Ammirati á Ólympíuleikunum í dag.
Anthony Ammirati á Ólympíuleikunum í dag. getty

Franski stangastökkvarinn Anthony Ammirati var á góðri leið með að komast í úrslit í stangarstökki á Ólympíuleikunum í París í dag. Fyrirstaða þess kom úr óvæntri átt.

Ammarati reyndi í dag við 5,70 metra stökk í dag og virtist á góðri leið með að koma sér yfir stöngina, þegar getnaðarlimur hans kom við stöngina og felldi hana á dýnuna. Þar með var Ammirati úr leik. 

Myndband af þessu stökki hans hefur farið eins og eldur um sinu netheima. 

Mikið er gantast með atvikið á X. „Hann mætti með bagettuna á leikana,“ skrifar einn. „Sennilega besta leiðin til að tapa,“.

En fyrir Ammarati, 21 árs, er þetta væntanlega fúlasta alvara. Þetta var hans síðasti séns til að næla sér í verðlaun þessa leikana. Hann er farinn heim ásamt öðrum frönskum stangastökkvurum sem kepptu í ár.

Frakkar hafa þrátt fyrir það átt góðu gengi að fagna þessa leikana, unnið til 44 verðlauna, þar af 12 gullverðlauna. Aðeins Bandaríkin og Kína hafa átt betra gengi að fagna: Bandaríkjamenn með 71 verðlaun og Kína 45. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×