Myndum við henda leiðbeiningunum? Einar G. Harðarson skrifar 5. ágúst 2024 10:01 Ef við færum í raftækjaverslun og keyptum þar flókið raftæki þar sem bæklings-doðrantur fylgdi með til leiðbeininga… myndum við henda bæklingnum? Í kjölfarið fikra okkur svo áfram til þekkingar á öllum möguleikum tækisins? Nei — sennilega ekki. Þvert á móti legðum við okkur fram við lestur á bæklingnum til að skilja og kunna alla þá möguleika sem tækið byði upp á. En hvað með lífið sjálft? Það vill svo til að við höfum leiðbeiningarbækling fyrir lífið. Sá „bæklingur” er kallaður Biblían. Biblían byggir á grundvallaratriðum sem eru boðorðin 10. Eins konar „stjórnarskrá”. Þessi stjórnarskrá er ekki aðeins stjórnarskrá kristinna manna, heldur eru öll trúarbrögð heims byggð að mestu eða öllu leyti á þessari sömu „stjórnarskrá”. Ef ekki væri til stjórnarskrá og ekki væri farið eftir lögum í löndum myndi ríkja óöld þar sem allir færu fram eins og þeir vildu. En þeir þyrftu að taka afleiðingum eins og dýrin á sléttunni. Aðeins eitt boðorð er á sléttunni: Þú étur aðra eða verður étinn. Lifðu - með öllum þeim aðferðum sem henta Ef við hverfum frá grunngildum úr öllum trúarbrögðum (hvort sem við aðhyllumst kristna trú eður ei tekur þetta eina boðorð við: Lifðu. BOÐORÐIN 10 Horfa verður til þess tíma þegar boðorðin voru rituð og taka mið af honum. Grunngildin eru þau sömu þó þau kunni að hljóma einkennilega í dag eins og þau voru skrifuð fyrir þúsundum ára. 1. Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. 2.Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3.Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 4.Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. 5.Þú skalt ekki morð fremja. 6.Þú skalt ekki drýgja hór. 7.Þú skalt ekki stela. 8.Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9.Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10.Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á. Við lestur þessara boðorða má sjá að við lifum öll, mannkynið á jörðinni, eftir þeim í einhverjum skilningi. Boðorðin gætu verið skrifuð á annan máta en flest mætti umorða í nútíma ritmál. Fyrstu þrjú boðorðin eru hugsanlega mest ætluð fyrir Kristið fólk eða er það? Ferð Móses og boðorðin leiddu fólk „út úr þrælahúsinu”. Á það ekki við alla. Þessi gildi hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Háþróuðum þjóðfélögum hefur tekist með þessum hætti að hýsa um 8 milljarða manna á jörðinni. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 50 til 100 árum síðan? Þjóðir sem eru eftirbátar í þessum grunnreglum heyja stríð og telja þjófnaði, hótanir og glæpi hluta af þjóðfélagsgerðinni. Hver einstaklingur dregur til sín eins og hann getur. Þessar þjóðir eru án efa á eftir í þróun samfélags, tækni og velferðar. Leiða má líkum að því að aflið og krafturinn sem fer í deilur, niðurrif og stríð sé stærsti skaðvaldurinn og hamli velferð (en er krafturinn oft settur í tækniframfarir). Í slíkum samfélögum er frelsi einstaklingsins og eignarétturinn virtur að vettugi. Sættir, samvinna, virðing eignaréttarins og málfrelsi er hins vegar gildismat þeirra þjóða sem lengst hafa náð í þróun, uppbyggingu, velmegun og velferð þegnanna. Er ekki þess vert að staldra við og athuga hvort ekki sé rétt að hefja þessi gildi upp að nýju? Menn geta samt sem áður haft allar skoðanir og trúarbrögð að eigin vali. Þessi gildi standa enn fyrir sínu. Gæta þarf síðan sífellt að því að þau séu ekki bjöguð og aflöguð af girnd og græðgi mannanna. En hverjum datt eiginlega í hug að taka þessar leiðbeiningar út úr kennslu í skólum. Hver henti leiðbeiningunum? Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Trúmál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við færum í raftækjaverslun og keyptum þar flókið raftæki þar sem bæklings-doðrantur fylgdi með til leiðbeininga… myndum við henda bæklingnum? Í kjölfarið fikra okkur svo áfram til þekkingar á öllum möguleikum tækisins? Nei — sennilega ekki. Þvert á móti legðum við okkur fram við lestur á bæklingnum til að skilja og kunna alla þá möguleika sem tækið byði upp á. En hvað með lífið sjálft? Það vill svo til að við höfum leiðbeiningarbækling fyrir lífið. Sá „bæklingur” er kallaður Biblían. Biblían byggir á grundvallaratriðum sem eru boðorðin 10. Eins konar „stjórnarskrá”. Þessi stjórnarskrá er ekki aðeins stjórnarskrá kristinna manna, heldur eru öll trúarbrögð heims byggð að mestu eða öllu leyti á þessari sömu „stjórnarskrá”. Ef ekki væri til stjórnarskrá og ekki væri farið eftir lögum í löndum myndi ríkja óöld þar sem allir færu fram eins og þeir vildu. En þeir þyrftu að taka afleiðingum eins og dýrin á sléttunni. Aðeins eitt boðorð er á sléttunni: Þú étur aðra eða verður étinn. Lifðu - með öllum þeim aðferðum sem henta Ef við hverfum frá grunngildum úr öllum trúarbrögðum (hvort sem við aðhyllumst kristna trú eður ei tekur þetta eina boðorð við: Lifðu. BOÐORÐIN 10 Horfa verður til þess tíma þegar boðorðin voru rituð og taka mið af honum. Grunngildin eru þau sömu þó þau kunni að hljóma einkennilega í dag eins og þau voru skrifuð fyrir þúsundum ára. 1. Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. 2.Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3.Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 4.Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. 5.Þú skalt ekki morð fremja. 6.Þú skalt ekki drýgja hór. 7.Þú skalt ekki stela. 8.Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9.Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10.Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á. Við lestur þessara boðorða má sjá að við lifum öll, mannkynið á jörðinni, eftir þeim í einhverjum skilningi. Boðorðin gætu verið skrifuð á annan máta en flest mætti umorða í nútíma ritmál. Fyrstu þrjú boðorðin eru hugsanlega mest ætluð fyrir Kristið fólk eða er það? Ferð Móses og boðorðin leiddu fólk „út úr þrælahúsinu”. Á það ekki við alla. Þessi gildi hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Háþróuðum þjóðfélögum hefur tekist með þessum hætti að hýsa um 8 milljarða manna á jörðinni. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 50 til 100 árum síðan? Þjóðir sem eru eftirbátar í þessum grunnreglum heyja stríð og telja þjófnaði, hótanir og glæpi hluta af þjóðfélagsgerðinni. Hver einstaklingur dregur til sín eins og hann getur. Þessar þjóðir eru án efa á eftir í þróun samfélags, tækni og velferðar. Leiða má líkum að því að aflið og krafturinn sem fer í deilur, niðurrif og stríð sé stærsti skaðvaldurinn og hamli velferð (en er krafturinn oft settur í tækniframfarir). Í slíkum samfélögum er frelsi einstaklingsins og eignarétturinn virtur að vettugi. Sættir, samvinna, virðing eignaréttarins og málfrelsi er hins vegar gildismat þeirra þjóða sem lengst hafa náð í þróun, uppbyggingu, velmegun og velferð þegnanna. Er ekki þess vert að staldra við og athuga hvort ekki sé rétt að hefja þessi gildi upp að nýju? Menn geta samt sem áður haft allar skoðanir og trúarbrögð að eigin vali. Þessi gildi standa enn fyrir sínu. Gæta þarf síðan sífellt að því að þau séu ekki bjöguð og aflöguð af girnd og græðgi mannanna. En hverjum datt eiginlega í hug að taka þessar leiðbeiningar út úr kennslu í skólum. Hver henti leiðbeiningunum? Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun