Fær enn martraðir eftir slysið í Top Gear Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2024 10:52 Flintoff segist á réttri leið en langur batavegur sé enn fram undan. Getty Fyrrum krikketspilarinn og sjónvarpsmaðurinn Freddie Flintoff hefur opnað sig um hræðilegt bílslys sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur árum. Hann kveðst enn vera að jafna sig á slysinu. Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers. Krikket Bretland England Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers.
Krikket Bretland England Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira