Óvíst hvort ferðamennirnir séu á yfirgefna bílaleigubílnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 16:19 Bjarki Oddsson er varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Ívar Fannar Ekki er víst að bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum sé á vegum ferðamanna sem tilkynntu Neyðarlínunni í netspjalli í gær að þeir væru fastir í helli. Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29
Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27