Walz hjólaði í Trump og Vance á fyrsta kosningafundinum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. ágúst 2024 06:44 Harris og Walz var gríðarlega vel tekið á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. AP/Matt Rourke Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, stigu saman á svið í Pennsylvaníu í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. „Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
„Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira