Piltar undir sakhæfisaldri á bak við skemmdarverkin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 11:01 Tuttugu og sjö rúður voru brotnar í skólanum. Aðsend Tveir ungir piltar reyndust á bak við umfangsmikil skemmdarverk sem unnin voru á Húnaskóla á Blönduósi í gærnótt. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra segir að piltarnir séu ljúfir, og þeir hafi ekki endilega ætlað sér að vinna skemmdarverk. Þeir séu mjög ungir. Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna. Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42
„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19