Gjaldþrotið nam 780 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 11:18 Sjáland var opnaður í maí 2020. Þar var rekinn samnefndur veitingastaður auk þess sem brúðkaup voru reglulega haldin þar og aðrar veislur í tilefni tímamóta. vísir/Vilhelm Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september í fyrra og var Hjördís E. Harðardóttir skipuð skiptastjóri. Skiptum á búinu lauk þann 1. ágúst síðastliðinn og lauk með úthlutunargerð. Greiddust búskröfur upp á 350 þúsund krónur og tæplega sex milljónir króna í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur en þær námu í heildina 780 milljónum króna. Gourmet leigði húsnæðið í Sjálandi af félaginu Arnarnesvogur ehf. sem er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Deilur sköpuðust um húsaleigu í nokkurn tíma sem tengdust ástandinu í kórónuveirufaraldrinum. Málið fór fyrir dóm og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Arnarnesvogur hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við Gourmet. Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi festi kaup á byggingunni Sjálandi í desember síðastliðnum fyrir 710 milljónir króna. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ætla að opna þar líkamsræktarstöð. Sjálf hafa þau verið með glæsilegt einbýlishús í byggingu í göngufæri frá Sjálandi í Arnarnesinu. Gjaldþrot Garðabær Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58 World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01 Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49 Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september í fyrra og var Hjördís E. Harðardóttir skipuð skiptastjóri. Skiptum á búinu lauk þann 1. ágúst síðastliðinn og lauk með úthlutunargerð. Greiddust búskröfur upp á 350 þúsund krónur og tæplega sex milljónir króna í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur en þær námu í heildina 780 milljónum króna. Gourmet leigði húsnæðið í Sjálandi af félaginu Arnarnesvogur ehf. sem er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Deilur sköpuðust um húsaleigu í nokkurn tíma sem tengdust ástandinu í kórónuveirufaraldrinum. Málið fór fyrir dóm og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Arnarnesvogur hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við Gourmet. Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi festi kaup á byggingunni Sjálandi í desember síðastliðnum fyrir 710 milljónir króna. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ætla að opna þar líkamsræktarstöð. Sjálf hafa þau verið með glæsilegt einbýlishús í byggingu í göngufæri frá Sjálandi í Arnarnesinu.
Gjaldþrot Garðabær Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58 World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01 Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49 Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58
World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01
Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49
Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31