Þjóðverjar í undanúrslit eftir ótrúlega dramatík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 13:44 Alfreð Gíslason er búinn að koma Þýskalandi í undanúrslit á Ólympíuleikunum. getty/Marcus Brandt Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Frökkum, 35-34. Renars Uscins fór hamförum í þýska liðinu og skoraði fjórtán mörk, þar á meðal sigurmarkið. Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent). Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent).
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti