Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 15:33 Sverrir segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið þessum skemmdum á bílnum. „Þetta eru ekki stórar skellur, kannski eins og hálf nögl á stærð, en þær eru á öllum bílnum,“ segir Sverrir. Vísir Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. „Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman. Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman.
Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira