Fjölbreytni þrífst best í frjálsu samfélagi Bjarni Benediktsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Evrópusamtök hinsegin fólks birtu í vor svokallað Regnbogakort yfir ríki Evrópu, þar sem Ísland er í 2. sæti og hefur farið upp um sextán sæti síðan 2018. Þetta er árangur sem við getum verði stolt af. Hinsegin dagar eru árvisst tilefni til að fagna framförunum, en rifja á sama tíma upp að þær eru ekki sjálfsagðar. Árangurinn er fyrst og fremst fenginn með kröftugri baráttu fólks og félagasamtaka úti í samfélaginu, en sömuleiðis stjórnmálafólki sem þorði að taka skrefin. Í frjálsu og opnu samfélagi hefur fólk frelsi til að tjá sig án ótta við ofsóknir. Slíkt umhverfi er eftirsóknarvert, skapar samheldni og virkjar fólk til þátttöku. Í samfélagi þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytninni er líklegra að sköpunarkraftur og framtakssemi blómstri. Þannig verða lífskjörin betri fyrir alla. Við höfum á síðustu árum beitt okkur af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Ísland var meðal fyrstu ríkja innan Sameinuðu þjóðanna til að leggja þau fram sem sérstakt áherslumál á vettvangi mannréttindaráðsins. Málefni hinsegin fólks voru sömuleiðis lykilatriði í formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Sagan hefur enda kennt okkur að það sem fengist hefur getur horfið hratt sé það ekki varðveitt. Sums staðar hefur lítið fengist yfir höfuð. Í Úganda, þróunarsamvinnuríki Íslands, voru nýverið sett lög sem leggja hörð viðurlög við samkynhneigð. Veruleiki sem virðist flestum fjarstæðukenndur hér heima. Slík þróun sýnir svo ekki verður um villst þörfina á að leggja okkar af mörkum við að vinna sjálfsögðum mannréttindum stuðning. Við þekkjum það allt of vel úr ráðstjórnarríkjum hvernig stjórnmálamenn úr þekktum áttum vilja ekki aðeins skammta fólki eigur og veraldleg gæði, heldur mannréttindin sömuleiðis. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að fjölbreytnin þrífst best þar sem sjálfstæði og frelsi einstaklingsins er í öndvegi. Gleðigangan er viðburður sem sannarlega gefur sumrinu lit. Til hamingju með daginn! Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun