Fordæmalaust mál á borði KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 10:04 Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Vísir/Ívar Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34