Sterkt að fá systurina heim: „Hún er tilbúin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 12:15 Ásta Eir Árnadóttir fagnar því að fá systur sína heim í Kópavoginn. Þær eru báðar klárar í slaginn í dag. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta, segir leikmenn liðsins spennta fyrir leik dagsins við Þór/KA. Blikakonur geta minnkað bil Vals á toppi deildarinnar í eitt stig með sigri. Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira