Gleðilegan baráttudag! Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 10. ágúst 2024 13:01 Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun