Curry skaut Frakka í kaf í lokin Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 21:27 Stephen Curry smellti átta þristum í kvöld, þar af fjórum í brakinu vísir/Getty Bandaríkin tryggðu sér fimmta Ólympíugullið í röð í körfuknattleik þegar stjörnum prýtt lið þeirra lagði Frakkland í úrslitaleik í kvöld, 87-98. Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira