Skúrir síðdegis í dag Jón Þór Stefánsson skrifar 11. ágúst 2024 08:09 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Veðurstofan spáir suðaustlægri og breytilegri átt í dag. Skúrir verða allvíða, sérstaklega síðdegis. Talið er að hiti verði átta til fimmtán stig. Á morgun er alldjúpri lægð spáð sem mun koma upp að landinu úr suðri. Hvassviðri verður á Suðausturlandi og þá mun fara rigna í norðaustan strekkingi. Veðurstofan varar við því að fólk verði á ferð í ökutækjum á Suðausturlandi sem taki á sig mikinn vind. Þó segir að búist sé við því að það fari að lægja annað kvöld. Töluverðri rigningu er víða spáð með lægðinni, mest þó á Austfjörðum. Lægðin muni síðan fara norðvestur yfir land á þriðjudag. Þá snýst í suðvestan kalda með vætu af og til, þó síst norðaustanlands. Hiti verður þá á bilinu tíu til átján stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag:Gengur í norðaustan 8-15 og fer að rigna, en 13-20 m/s suðaustantil fram undir kvöld. Talsverð rigning um tíma á Austfjörðum. Hiti 8 til 14 stig.Á þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Væta með köflum, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.Á miðvikudag:Austlæg átt og rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Breytileg átt og rigning vestantil, en skúrir um landið austanvert, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.Á föstudag og laugardag:Norðanátt og súld eða rigning, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst. Dregur úr vætu á laugardag. Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira
Á morgun er alldjúpri lægð spáð sem mun koma upp að landinu úr suðri. Hvassviðri verður á Suðausturlandi og þá mun fara rigna í norðaustan strekkingi. Veðurstofan varar við því að fólk verði á ferð í ökutækjum á Suðausturlandi sem taki á sig mikinn vind. Þó segir að búist sé við því að það fari að lægja annað kvöld. Töluverðri rigningu er víða spáð með lægðinni, mest þó á Austfjörðum. Lægðin muni síðan fara norðvestur yfir land á þriðjudag. Þá snýst í suðvestan kalda með vætu af og til, þó síst norðaustanlands. Hiti verður þá á bilinu tíu til átján stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag:Gengur í norðaustan 8-15 og fer að rigna, en 13-20 m/s suðaustantil fram undir kvöld. Talsverð rigning um tíma á Austfjörðum. Hiti 8 til 14 stig.Á þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Væta með köflum, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.Á miðvikudag:Austlæg átt og rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Breytileg átt og rigning vestantil, en skúrir um landið austanvert, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.Á föstudag og laugardag:Norðanátt og súld eða rigning, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst. Dregur úr vætu á laugardag.
Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira