Setjum Coda Terminal verkefnið í íbúakosningu í Hafnarfirði Arndís Kjartansdóttir skrifar 11. ágúst 2024 14:00 Í lok maí 2024 var auglýst kynning á umhverfismatsskýrslu vegna Carbfix - Coda Terminal verkefnisins í Hafnarfirði. Ég ákvað að horfa á kynninguna í streymi á netinu. Eftir kynninguna setti mig hljóða, átti að fara að setja niður 80 borholur steinsnar frá íbúabyggð við Vellina í Hafnarfirði? Ég hafði séð kynningu frá Carbfix árinu áður en þá var talað um miklu færri borholur og staðsettar beint á móti Álverinu, en ekki 80 borholur ásamt 32 vatnstökuholum dreifðar á 733 ha svæði um 4 kílómetra upp í landið við hliðina á íbúabyggðinni við Vellina í Hafnarfirði. Ég setti inn færslu á íbúagrúppuna á Völlunum um þessa kynningu og spurði hvort að fólk hefði fylgst með og hvort ég væri eini íbúinn með áhyggjur af nálægð allra þessara borhola við heimilin okkar. Mælingar mínar sýndu að borholurnar sem eru næst heimilum fólks eru í aðeins 700m fjarlægð og flestir borteigarnir eru í innan við 2 km fjarlægð frá heimilum allra sem búa í Vallahverfinu. Mótmæli íbúa í Hafnarfirði Út frá þessari færslu varð til mótmælagrúppa á Facebook, Mótmælum staðsetningu Coda Terminal við íbúabyggð, þar sem kom fljótlega í ljós að íbúar í Hafnarfirði vissu lítið sem ekkert um þetta risastóra mál sem virtist vera komið mjög langt í ferlinu og alveg að verða að veruleika stutt frá heimilum okkar við Vellina í Hafnarfirði. Við stofnuðum undirskriftalista á island.is til að hvetja bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að falla frá fyrirhuguðu verkefni Coda Terminal ellegar setja málið í íbúakosningu, þegar listanum var lokað voru 6.090 manns búin að skrifa undir. Þessi listi er táknrænn, við þurfum um 5.500 íbúa á kjörskrá í Hafnarfirði til að skrifa undir formlegan lista til að krefjast íbúakosningar um Coda Terminal verkefnið. Við vonumst auðvitað til að íbúar þurfi ekki að fara að safna undirskriftum til að krefjast íbúakosningar um þetta mál heldur muni bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að eigin frumkvæði, setja þetta stóra mál í íbúakosningu og virkja þannig íbúalýðræðið. Ég fór að kynna mér öll þau gögn sem ég fann um þetta verkefni, íslensk og erlend, því meira sem ég las því ákveðnari varð ég í þeirri skoðun minni að þetta verkefni ætti ekki heima í þessari nálægð við íbúabyggð. Margt hefur gerst síðan við íbúar í Hafnarfirði fórum að láta rödd okkar heyrast og mótmæla þessu verkefni í bænum okkar. Mörg sjónarmið hafa komið fram, bæði þeirra sem styðja verkefnið og eins þeirra sem eru á móti verkefninu, og þeim fjölgar stöðugt sem eru á móti. Margir íbúar í Hafnarfirði vilja ekki leyfa niðurdælingu á innfluttu CO2 í nálægði við íbúabyggð. Hvar er umræðan um innflutning og geymslu koldíoxíðs í jörðu á Íslandi? Nánast engin umræða hefur farið fram á Íslandi um hver afstaða okkar Íslendinga er til þess að flytja inn koldíoxíð frá útlöndum til að binda í jörðu á Íslandi. Umhverfisráðherra skrifaði undir reglugerð sem heimilar fyrirtækjum eins og Carbfix að geyma koldíoxíð í jörðu á Íslandi þann 21.des. 2022 – en engin umræða fór fram í kjölfarið um þessa reglugerð og ekki er heldur talað um hvaðan koldíoxíðið kemur né hvar má setja það í jörðu t.d. hversu nálægt íbúabyggð má starfsemin vera og hvernig skal samráði við íbúa svæðisins vera. Umræðan hefur heldur ekki farið fram um hversu mikill fórnarkosnaðurinn má vera á Íslandi til að réttlæta innflutning og niðurdælingu á koldíoxíð í íslenska jörðu. Erum við tilbúin til að fórna miklu af hreinu vatni, rafmagni, heitu vatni, jarðraski, umhverfi, náttúru og sátt við dýr og menn fyrir mjög lítinn ávinning í loftslagsmálum? Hversu mikla auka mengun erum við tilbúin til að taka á okkur á Íslandi til að verksmiðja í Evrópu geti sett frádrátt í kolefnisbókhaldið sitt? Öll sú losun sem verður til í kringum verkefnið á Íslandi kemur til aukningar fyrir okkar kolefnisbókhald en farmurinn sem er settur í jörðu hjá okkur kemur eingöngu til frádráttar frá losun í því landi sem mengunin á uppruna sinn í. Hver er virðiskeðja Coda Terminal verkefnisins? Við vitum ekki hver virðiskeðja verkefnisins er frá upphafi til enda þ.e. hvað verður til mikil losun á koldíoxíð við það að búa til afurðina (CO2) og farga henni í jörðu. Til að við getum tekið afstöðu til svona verkefnis þá þurfum við að hafa allt uppi á borðum, ekki bara hálfa söguna. Í umhverfismatsskýrslunni er ekki tekið tillit til losunar á koldíoxíð vegna sjóflutninga né framkvæmda vegna smíði og reksturs stórskipahafnar sem fyrstu árin kemur bara til með að þjóna verkefni Carbfix. Eins er ekki talað um losunina áður en farmurinn kemst í skip, það er losunin sem verður til af því að fanga CO2 úr útblæstri verksmiðjunnar í Evrópu, sía úr honum sem mest af öðrum efnum sem reyndar næst ekki alveg því það verða 0.19% snefilefni úr útblæstri verksmiðjanna sem koma með þessu CO2 sem flutt verður til landsins, það þarf svo að þjappa þessu niður á vökvaform og kæla og koma í tanka til flutnings með flutningabílum/lestum til hafnar og siglingar til Íslands. Þetta ferli sem fer fram í upprunalandi farmsins er mjög orkufrekt ferli sem gæti losað heilmikið af CO2, það fer eftir hvernig það er gert, hvaða orka er notuð til þess o.s.frv. Hvað stöndum við þá raunverulega uppi með í netto losun sem við getum bundið í berg í jörðu á Íslandi? Við þurfum að fá að sjá endanlega tölu sem tekst að losa úr andrúmsloftinu þegar búið er að taka tillit til allra þátta sem koma til við það að búa til þessa afurð. Hver er ávinningurinn af verkefninu? Þessa tölu þurfum við svo að setja í samhengi við losun heimsins til að sjá hversu mikill ávinningurinn er fyrir loftslagið. Gefum okkur að 70% af þessum 3 milljón tonnum af CO2 sem til stendur að flytja til Íslands árlega í 30 ár og dæla í jörðu nálægt íbúabyggð í Hafnarfirði verði raunverulegur hluti sem hægt er að binda í jörðu. Þá standa eftir 2.1 milljón tonn sem við getum bundið í berg þegar búið er að draga frá alla losun sem verkefnið sjálft býr til. Losun heimsins af CO2 árið 2023 var = 37.4 milljarðar tonna – þau 2.1 milljón tonn af innfluttu koldíoxíð sem bundið yrði í berg á Íslandi myndi minnka losun heimsins um 0.0056%. Ef tölurnar liggja á hreinu þá er auðveldara fyrir okkur að setja þetta í samhengi og spyrja er þessi innflutningur á CO2 þess virði? Og þá fyrir hvern? fyrir loftslagið, fyrir náttúruna sem er fórnað, fyrir auðlindirnar sem eru notaðar, fyrir Ísland, fyrir heiminn, fyrir íbúana í Hafnarfirði eða kannski bara fyrir þá sem hagnast af sölu þjónustunnar og verksmiðjurnar í útlöndum sem geta dregið losunina frá í kolefnisbókhaldinu sínu? Það má spyrja gagnrýninna spurninga og fyrir mig og marga aðra er mikilvægt að geta séð raunverulegan ávinning fyrir loftslagið, umhverfið og íbúa þegar búið er að taka alla þætti inní. Hverju eru íbúar í Hafnarfirði að mótmæla? Fólk mótmælir verkefninu af mörgum ástæðum, enda er þetta verkefni sem hefur aldrei verið gert áður af þessari stærðargráðu og í svona mikilli nálægð við íbúabyggð. Það eru margir óvissuþættir tengdir verkefninu og mörgum finnst allt of hratt farið út í svona stórt verkefni sem hefur áhrif á mjög marga þætti. Sumir vilja bara alls ekki flytja inn mengun frá stóriðju í Evrópu og setja í jörðu á Íslandi, hvorki í Hafnarfirði né á nokkrum öðrum stað á landinu. Fólk hefur áhyggjur af grunnvatninu en Carbfix hyggst nota allt að 2000 L/s af grunnvatni sem þeir dæla upp úr hrauninu úr stórum grunnvatnstanki sem liggur þar undir. Þetta er meira en allt ferskvatn sem höfuðborgarsvæðið notar. Að taka svona mikið af grunnvatni hlýtur að raska náttúrulegu jafnvægi svæðisins og hafa áhrif á náttúru og lífríki – í umhverfismatinu er talað um óvissu vegna þessarar miklu töku á grunnvatni. Carbfix talar um að fá grunnvatnið að „láni“ og skila því aftur ofan í jörðina – en því verður skilað með íblönduðu CO2 (+ 0.19% af snefilefnum úr útblæstri stóriðju í Evrópu) aftur niður í jörðina á mun meira dýpi en vatnið var tekið. Hvaða áhrif hefur það á jarðlögin fyrir neðan og svo sjóinn sem vatnið að lokum skilar sér út í ? Fólk hefur áhyggjur af röskun á ósnertu hrauni sem er lögverndað, stór hluti borteiganna er teiknaður inn á óraskað hraun. Fólk hefur áhyggjur af lífríkinu í friðuðum ferskvatns tjörnum í Straumi sem eru einstakar á heimsvísu, en þar lifir dvergbleikja sem er einstök á Íslandi. Fólk hefur áhyggjur af mögulegum örvuðum manngerðum jarðskjálftum, þar sem svona verkefni hefur ekki verið gert áður á þessum stað þá er ekki hægt að fullyrða að ekki verði til manngerðir jarðskjálftar við niðurdælingu í 80 borholur. Jarðhræringar af mannavöldum teljast seint ásættanlegar í nálægð við íbúahverfi, sama hversu litlar þær eru. Fólk hefur áhyggjur af áhrifum verkefnisins á íbúðaverð í nálægð við 80 borholur, áhrif á fasteignir þeirra ef örvuð jarðskjálftavirkni verður viðvarandi. Margir eru með aleigu sína bundna í fasteignum og því mjög mikið í húfi fyrir íbúa. Fólk hefur áhyggjur af fjármögnun stórskipahafnar við Straumsvík, sem til að byrja með kemur aðeins til með að þjóna einum viðskiptavin – Carbfix og áætlað að framkvæmdin við höfnina kosti 9-15 milljarða. Mun fjármögnun hafnarinnar lenda á íbúum Hafnarfjarðar? Fólk hefur hefur áhyggjur af geymslu 30.000 m3 af koldíoxíð í nokkrum 70 metra löngum og 16 metra háum tönkum við höfnina, steinsnar frá íbúabyggð við Holtið í Hafnarfirði. Fólk hefur áhyggjur af ónæði og hávaða frá stórskipahöfn í mikilli nálægð við íbúabyggð við Holtið í Hafnarfirði auk mengunar sem fylgir óumflýjanlega stórskipahöfn. Fólk hefur áhyggjur af aukinni umferð þungaflutninga í gegnum Hafnarfjörð ef umsvif aukast við stórskipahöfn. Reykjanesbrautin við Setberg og Kaplakrika annar illa umferð í dag svo þar er ekki á bætandi og ekki heldur um Krísuvíkurveg sem er sífellt meira nýttur af íbúum sem búa við endann á Vallahverfinu, í Skarðshlíð og Hamranesi. Fólk hefur áhyggjur af því að verið sé að stækka skilgreint iðnaðarsvæði við Vellina í Hafnarfirði langt upp í landið, en 8 af 10 fyrirhuguðum borteigum eru teiknaðir inn á svæði sem ekki er skilgreint sem iðnaðarsvæði í dag og þarf því að gera breytingar á deiliskipulagi til að hægt sé að skilgreina það sem iðnaðarsvæði til að setja þar niður borteiga sem aðeins mega standa á skilgreindu iðnaðarsvæði. Vilja Hafnfirðingar að bærinn verði stærsti iðnaðarbær á landinu? Það hefur enginn spurt íbúa að því. Það er ekki víst að íbúar við Valla og Hamranes hverfin í Hafnarfirði séu spenntir fyrir því að stækka iðnaðarsvæðið við hliðina á einu stærsta íbúahverfi í Hafnarfirði. Fólk hefur áhyggjur af þessari áhættufjárfestingu upp á tugi milljarða, hvað ef engir viðskiptavinir erlendis fást til að nýta þjónustuna, ný tækni kemur í ljós þar sem stóriðja erlendis nær að farga sínu CO2 sem næst uppruna þess – sem er auðvitað mun betri kostur. Hvað þá? Sitjum við uppi með „drauga“ borholur út um allt, 11 km af ónotuðum lögnum og risastóra vannýtta stórskipahöfn sem íbúar enda með að þurfa að taka fjárhagslega ábyrgð á? Svo ekki sé talað um óafturkræft rask á hrauni og náttúru og gríðalega sóun á fjármagni. Þetta eru ekki tæmandi ástæður fyrir því að fólk er að mótmæla Coda Terminal verkefninu í Hafnarfirði. Áhyggjur íbúa eru raunverulegar og hafa fullan rétt á sér, þarna er um að ræða bæjarland Hafnfirðinga, nærumhverfi, náttúru og heimili. Þetta er gríðalega stórt verkefni sem íbúar eiga að sjálfsögðu að fá að kjósa um í íbúakosningu eins og eðlilegt myndi teljast í bæjarfélagi sem talar um íbúalýðræði og samtal við íbúa bæjarins. Hlutverk bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar eru kjörnir til að gæta hagsmuna íbúa og Hafnarfjarðar. Til að þeir geti gert það sem best þá ber þeim líka að hlusta á íbúa, ekki síst þegar um svona gríðalega stór og óvenjuleg verkefni er að ræða. Ekkert samtal fór fram með íbúum um þetta stóra mál í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga þó að málið væri komið á borð bæjarstjórnar löngu áður og enginn flokkur var með það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar 2022. Má þá ekki líta svo á að kjörnir bæjarfulltrúar hafi ekki umboð íbúa bæjarins til að taka ákvörðun um þetta stóra mál? Næsta miðvikudag, 14. ágúst, er fyrsti bæjarstjórnarfundur hjá Bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir sumarfrí, þar eigum við von á að lögð verði fram tillaga Viðreisnar um að setja þetta stóra mál í íbúakosningu. Hafnfirðingar fylgjst vel með hvernig bæjarfulltrúar koma til með að kjósa um þá tillögu – íbúar Vallahverfis, Skarðshlíðar, Hamraness og Holtsins í Hafnarfirði, sem eru þau hverfi sem eru næst fyrirhuguðu Coda Terminal verkefni, telja líklega hátt í helming kjósenda í Hafnarfjarðarbæ, það er ágætt að bæjarfulltrúar hafi það í huga þegar þeir kjósa með eða á móti tillögunni um að setja Coda Terminal verkefnið í lýðræðislega íbúakosningu. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Loftslagsmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í lok maí 2024 var auglýst kynning á umhverfismatsskýrslu vegna Carbfix - Coda Terminal verkefnisins í Hafnarfirði. Ég ákvað að horfa á kynninguna í streymi á netinu. Eftir kynninguna setti mig hljóða, átti að fara að setja niður 80 borholur steinsnar frá íbúabyggð við Vellina í Hafnarfirði? Ég hafði séð kynningu frá Carbfix árinu áður en þá var talað um miklu færri borholur og staðsettar beint á móti Álverinu, en ekki 80 borholur ásamt 32 vatnstökuholum dreifðar á 733 ha svæði um 4 kílómetra upp í landið við hliðina á íbúabyggðinni við Vellina í Hafnarfirði. Ég setti inn færslu á íbúagrúppuna á Völlunum um þessa kynningu og spurði hvort að fólk hefði fylgst með og hvort ég væri eini íbúinn með áhyggjur af nálægð allra þessara borhola við heimilin okkar. Mælingar mínar sýndu að borholurnar sem eru næst heimilum fólks eru í aðeins 700m fjarlægð og flestir borteigarnir eru í innan við 2 km fjarlægð frá heimilum allra sem búa í Vallahverfinu. Mótmæli íbúa í Hafnarfirði Út frá þessari færslu varð til mótmælagrúppa á Facebook, Mótmælum staðsetningu Coda Terminal við íbúabyggð, þar sem kom fljótlega í ljós að íbúar í Hafnarfirði vissu lítið sem ekkert um þetta risastóra mál sem virtist vera komið mjög langt í ferlinu og alveg að verða að veruleika stutt frá heimilum okkar við Vellina í Hafnarfirði. Við stofnuðum undirskriftalista á island.is til að hvetja bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að falla frá fyrirhuguðu verkefni Coda Terminal ellegar setja málið í íbúakosningu, þegar listanum var lokað voru 6.090 manns búin að skrifa undir. Þessi listi er táknrænn, við þurfum um 5.500 íbúa á kjörskrá í Hafnarfirði til að skrifa undir formlegan lista til að krefjast íbúakosningar um Coda Terminal verkefnið. Við vonumst auðvitað til að íbúar þurfi ekki að fara að safna undirskriftum til að krefjast íbúakosningar um þetta mál heldur muni bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að eigin frumkvæði, setja þetta stóra mál í íbúakosningu og virkja þannig íbúalýðræðið. Ég fór að kynna mér öll þau gögn sem ég fann um þetta verkefni, íslensk og erlend, því meira sem ég las því ákveðnari varð ég í þeirri skoðun minni að þetta verkefni ætti ekki heima í þessari nálægð við íbúabyggð. Margt hefur gerst síðan við íbúar í Hafnarfirði fórum að láta rödd okkar heyrast og mótmæla þessu verkefni í bænum okkar. Mörg sjónarmið hafa komið fram, bæði þeirra sem styðja verkefnið og eins þeirra sem eru á móti verkefninu, og þeim fjölgar stöðugt sem eru á móti. Margir íbúar í Hafnarfirði vilja ekki leyfa niðurdælingu á innfluttu CO2 í nálægði við íbúabyggð. Hvar er umræðan um innflutning og geymslu koldíoxíðs í jörðu á Íslandi? Nánast engin umræða hefur farið fram á Íslandi um hver afstaða okkar Íslendinga er til þess að flytja inn koldíoxíð frá útlöndum til að binda í jörðu á Íslandi. Umhverfisráðherra skrifaði undir reglugerð sem heimilar fyrirtækjum eins og Carbfix að geyma koldíoxíð í jörðu á Íslandi þann 21.des. 2022 – en engin umræða fór fram í kjölfarið um þessa reglugerð og ekki er heldur talað um hvaðan koldíoxíðið kemur né hvar má setja það í jörðu t.d. hversu nálægt íbúabyggð má starfsemin vera og hvernig skal samráði við íbúa svæðisins vera. Umræðan hefur heldur ekki farið fram um hversu mikill fórnarkosnaðurinn má vera á Íslandi til að réttlæta innflutning og niðurdælingu á koldíoxíð í íslenska jörðu. Erum við tilbúin til að fórna miklu af hreinu vatni, rafmagni, heitu vatni, jarðraski, umhverfi, náttúru og sátt við dýr og menn fyrir mjög lítinn ávinning í loftslagsmálum? Hversu mikla auka mengun erum við tilbúin til að taka á okkur á Íslandi til að verksmiðja í Evrópu geti sett frádrátt í kolefnisbókhaldið sitt? Öll sú losun sem verður til í kringum verkefnið á Íslandi kemur til aukningar fyrir okkar kolefnisbókhald en farmurinn sem er settur í jörðu hjá okkur kemur eingöngu til frádráttar frá losun í því landi sem mengunin á uppruna sinn í. Hver er virðiskeðja Coda Terminal verkefnisins? Við vitum ekki hver virðiskeðja verkefnisins er frá upphafi til enda þ.e. hvað verður til mikil losun á koldíoxíð við það að búa til afurðina (CO2) og farga henni í jörðu. Til að við getum tekið afstöðu til svona verkefnis þá þurfum við að hafa allt uppi á borðum, ekki bara hálfa söguna. Í umhverfismatsskýrslunni er ekki tekið tillit til losunar á koldíoxíð vegna sjóflutninga né framkvæmda vegna smíði og reksturs stórskipahafnar sem fyrstu árin kemur bara til með að þjóna verkefni Carbfix. Eins er ekki talað um losunina áður en farmurinn kemst í skip, það er losunin sem verður til af því að fanga CO2 úr útblæstri verksmiðjunnar í Evrópu, sía úr honum sem mest af öðrum efnum sem reyndar næst ekki alveg því það verða 0.19% snefilefni úr útblæstri verksmiðjanna sem koma með þessu CO2 sem flutt verður til landsins, það þarf svo að þjappa þessu niður á vökvaform og kæla og koma í tanka til flutnings með flutningabílum/lestum til hafnar og siglingar til Íslands. Þetta ferli sem fer fram í upprunalandi farmsins er mjög orkufrekt ferli sem gæti losað heilmikið af CO2, það fer eftir hvernig það er gert, hvaða orka er notuð til þess o.s.frv. Hvað stöndum við þá raunverulega uppi með í netto losun sem við getum bundið í berg í jörðu á Íslandi? Við þurfum að fá að sjá endanlega tölu sem tekst að losa úr andrúmsloftinu þegar búið er að taka tillit til allra þátta sem koma til við það að búa til þessa afurð. Hver er ávinningurinn af verkefninu? Þessa tölu þurfum við svo að setja í samhengi við losun heimsins til að sjá hversu mikill ávinningurinn er fyrir loftslagið. Gefum okkur að 70% af þessum 3 milljón tonnum af CO2 sem til stendur að flytja til Íslands árlega í 30 ár og dæla í jörðu nálægt íbúabyggð í Hafnarfirði verði raunverulegur hluti sem hægt er að binda í jörðu. Þá standa eftir 2.1 milljón tonn sem við getum bundið í berg þegar búið er að draga frá alla losun sem verkefnið sjálft býr til. Losun heimsins af CO2 árið 2023 var = 37.4 milljarðar tonna – þau 2.1 milljón tonn af innfluttu koldíoxíð sem bundið yrði í berg á Íslandi myndi minnka losun heimsins um 0.0056%. Ef tölurnar liggja á hreinu þá er auðveldara fyrir okkur að setja þetta í samhengi og spyrja er þessi innflutningur á CO2 þess virði? Og þá fyrir hvern? fyrir loftslagið, fyrir náttúruna sem er fórnað, fyrir auðlindirnar sem eru notaðar, fyrir Ísland, fyrir heiminn, fyrir íbúana í Hafnarfirði eða kannski bara fyrir þá sem hagnast af sölu þjónustunnar og verksmiðjurnar í útlöndum sem geta dregið losunina frá í kolefnisbókhaldinu sínu? Það má spyrja gagnrýninna spurninga og fyrir mig og marga aðra er mikilvægt að geta séð raunverulegan ávinning fyrir loftslagið, umhverfið og íbúa þegar búið er að taka alla þætti inní. Hverju eru íbúar í Hafnarfirði að mótmæla? Fólk mótmælir verkefninu af mörgum ástæðum, enda er þetta verkefni sem hefur aldrei verið gert áður af þessari stærðargráðu og í svona mikilli nálægð við íbúabyggð. Það eru margir óvissuþættir tengdir verkefninu og mörgum finnst allt of hratt farið út í svona stórt verkefni sem hefur áhrif á mjög marga þætti. Sumir vilja bara alls ekki flytja inn mengun frá stóriðju í Evrópu og setja í jörðu á Íslandi, hvorki í Hafnarfirði né á nokkrum öðrum stað á landinu. Fólk hefur áhyggjur af grunnvatninu en Carbfix hyggst nota allt að 2000 L/s af grunnvatni sem þeir dæla upp úr hrauninu úr stórum grunnvatnstanki sem liggur þar undir. Þetta er meira en allt ferskvatn sem höfuðborgarsvæðið notar. Að taka svona mikið af grunnvatni hlýtur að raska náttúrulegu jafnvægi svæðisins og hafa áhrif á náttúru og lífríki – í umhverfismatinu er talað um óvissu vegna þessarar miklu töku á grunnvatni. Carbfix talar um að fá grunnvatnið að „láni“ og skila því aftur ofan í jörðina – en því verður skilað með íblönduðu CO2 (+ 0.19% af snefilefnum úr útblæstri stóriðju í Evrópu) aftur niður í jörðina á mun meira dýpi en vatnið var tekið. Hvaða áhrif hefur það á jarðlögin fyrir neðan og svo sjóinn sem vatnið að lokum skilar sér út í ? Fólk hefur áhyggjur af röskun á ósnertu hrauni sem er lögverndað, stór hluti borteiganna er teiknaður inn á óraskað hraun. Fólk hefur áhyggjur af lífríkinu í friðuðum ferskvatns tjörnum í Straumi sem eru einstakar á heimsvísu, en þar lifir dvergbleikja sem er einstök á Íslandi. Fólk hefur áhyggjur af mögulegum örvuðum manngerðum jarðskjálftum, þar sem svona verkefni hefur ekki verið gert áður á þessum stað þá er ekki hægt að fullyrða að ekki verði til manngerðir jarðskjálftar við niðurdælingu í 80 borholur. Jarðhræringar af mannavöldum teljast seint ásættanlegar í nálægð við íbúahverfi, sama hversu litlar þær eru. Fólk hefur áhyggjur af áhrifum verkefnisins á íbúðaverð í nálægð við 80 borholur, áhrif á fasteignir þeirra ef örvuð jarðskjálftavirkni verður viðvarandi. Margir eru með aleigu sína bundna í fasteignum og því mjög mikið í húfi fyrir íbúa. Fólk hefur áhyggjur af fjármögnun stórskipahafnar við Straumsvík, sem til að byrja með kemur aðeins til með að þjóna einum viðskiptavin – Carbfix og áætlað að framkvæmdin við höfnina kosti 9-15 milljarða. Mun fjármögnun hafnarinnar lenda á íbúum Hafnarfjarðar? Fólk hefur hefur áhyggjur af geymslu 30.000 m3 af koldíoxíð í nokkrum 70 metra löngum og 16 metra háum tönkum við höfnina, steinsnar frá íbúabyggð við Holtið í Hafnarfirði. Fólk hefur áhyggjur af ónæði og hávaða frá stórskipahöfn í mikilli nálægð við íbúabyggð við Holtið í Hafnarfirði auk mengunar sem fylgir óumflýjanlega stórskipahöfn. Fólk hefur áhyggjur af aukinni umferð þungaflutninga í gegnum Hafnarfjörð ef umsvif aukast við stórskipahöfn. Reykjanesbrautin við Setberg og Kaplakrika annar illa umferð í dag svo þar er ekki á bætandi og ekki heldur um Krísuvíkurveg sem er sífellt meira nýttur af íbúum sem búa við endann á Vallahverfinu, í Skarðshlíð og Hamranesi. Fólk hefur áhyggjur af því að verið sé að stækka skilgreint iðnaðarsvæði við Vellina í Hafnarfirði langt upp í landið, en 8 af 10 fyrirhuguðum borteigum eru teiknaðir inn á svæði sem ekki er skilgreint sem iðnaðarsvæði í dag og þarf því að gera breytingar á deiliskipulagi til að hægt sé að skilgreina það sem iðnaðarsvæði til að setja þar niður borteiga sem aðeins mega standa á skilgreindu iðnaðarsvæði. Vilja Hafnfirðingar að bærinn verði stærsti iðnaðarbær á landinu? Það hefur enginn spurt íbúa að því. Það er ekki víst að íbúar við Valla og Hamranes hverfin í Hafnarfirði séu spenntir fyrir því að stækka iðnaðarsvæðið við hliðina á einu stærsta íbúahverfi í Hafnarfirði. Fólk hefur áhyggjur af þessari áhættufjárfestingu upp á tugi milljarða, hvað ef engir viðskiptavinir erlendis fást til að nýta þjónustuna, ný tækni kemur í ljós þar sem stóriðja erlendis nær að farga sínu CO2 sem næst uppruna þess – sem er auðvitað mun betri kostur. Hvað þá? Sitjum við uppi með „drauga“ borholur út um allt, 11 km af ónotuðum lögnum og risastóra vannýtta stórskipahöfn sem íbúar enda með að þurfa að taka fjárhagslega ábyrgð á? Svo ekki sé talað um óafturkræft rask á hrauni og náttúru og gríðalega sóun á fjármagni. Þetta eru ekki tæmandi ástæður fyrir því að fólk er að mótmæla Coda Terminal verkefninu í Hafnarfirði. Áhyggjur íbúa eru raunverulegar og hafa fullan rétt á sér, þarna er um að ræða bæjarland Hafnfirðinga, nærumhverfi, náttúru og heimili. Þetta er gríðalega stórt verkefni sem íbúar eiga að sjálfsögðu að fá að kjósa um í íbúakosningu eins og eðlilegt myndi teljast í bæjarfélagi sem talar um íbúalýðræði og samtal við íbúa bæjarins. Hlutverk bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar eru kjörnir til að gæta hagsmuna íbúa og Hafnarfjarðar. Til að þeir geti gert það sem best þá ber þeim líka að hlusta á íbúa, ekki síst þegar um svona gríðalega stór og óvenjuleg verkefni er að ræða. Ekkert samtal fór fram með íbúum um þetta stóra mál í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga þó að málið væri komið á borð bæjarstjórnar löngu áður og enginn flokkur var með það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar 2022. Má þá ekki líta svo á að kjörnir bæjarfulltrúar hafi ekki umboð íbúa bæjarins til að taka ákvörðun um þetta stóra mál? Næsta miðvikudag, 14. ágúst, er fyrsti bæjarstjórnarfundur hjá Bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir sumarfrí, þar eigum við von á að lögð verði fram tillaga Viðreisnar um að setja þetta stóra mál í íbúakosningu. Hafnfirðingar fylgjst vel með hvernig bæjarfulltrúar koma til með að kjósa um þá tillögu – íbúar Vallahverfis, Skarðshlíðar, Hamraness og Holtsins í Hafnarfirði, sem eru þau hverfi sem eru næst fyrirhuguðu Coda Terminal verkefni, telja líklega hátt í helming kjósenda í Hafnarfjarðarbæ, það er ágætt að bæjarfulltrúar hafi það í huga þegar þeir kjósa með eða á móti tillögunni um að setja Coda Terminal verkefnið í lýðræðislega íbúakosningu. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar