„Þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir“ Kári Mímisson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn KA nú í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli sem Rúnar segir að séu vonbrigði miðað við hvernig leikurinn spilaðist. „Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira