„Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:00 Þórir Hergeirsson með Ólympíugullið. Hann hefur þó fengið þetta lánað frá einum leikmanni sínum því þjálfarar á Ólympíuleikum fá ekki verðlaun. @mariathorisdottir María Þórisdóttir var meðal áhorfanda í París um helgina þegar faðir hennar, Þórir Hergeirsson, gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum. María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira
María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira