Mamman tók verðlaunaféð af Ólympíumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:01 Carlos Edriel Yulo með Ólympíugullverðlaun sín sem hann fékk fyrir sigur í æfingum á gólfi. Getty/Stephen McCarthy Er Ólympíumeistara treystandi fyrir verðlaunafénu sínu eða ætlar að móðir hans kannski að nota það til eigin nota? Deilur mæðgina eru stórt fjölmiðlamál á Filippseyjum. Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira
Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira