Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2024 17:32 Tölvuteikning af fyrirhuguðum virkjanakosti. Landsvirkjun Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. Í framhaldi af afgreiðslu virkjanaleyfisins hyggst Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í júlí gengu Landsnet og Landsvirkjun frá samningi um að tengja fyrirhugað vindorkuver inn á raforkuflutningskerfið. Var sá samningur forsenda fyrir afgreiðslu Orkustofunar á virkjunarleyfi. Kort af leyfissvæðinu.Orkustofnun Nú er svo unnið að því að klára samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vindorkuvinnslan við Búrfellslund var sett í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og gera áætlanir Landsvirkjunar fyrir því að vindmyllurnar verði farnar að skila rafmagni inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026. Landsvirkjun auglýsti útboð fyrir vindmyllurnar sem þar á að reisa snemma á þessu ári. „Jarðtæknirannsóknir sem hófust í vor hafa gengið vel og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í haust. Allur undirbúningur hefur því gengið að óskum,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur mótmælti umsókninni Fram kemur í gögnum Orkustofnunar að umsögn hafi borist um virkjanaleyfisumsóknina frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirætlununum var mótmælt. Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps var því haldið fram að stjórnvöldum væri óheimilt að veita leyfi fyrir virkjunarkostinum, þar sem sveitarfélagið hafði tilkynnt Skipulagsstofnun um frestun ákvörðunar um landnotkun á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var það mat sveitarfélagsins að fara bæri með virkjunarkostinn sem hann væri í biðflokki samkvæmt ákvæði laganna, en ekki nýtingaflokki. Landsvirkjun og Orkustofnun voru ósammála þessari túlkun og var leyfið því afgreitt. Að sögn Orkustofnunar eru ekki neinar áætlanir um landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir umræddan virkjunarkost og þar af leiðandi engar skipulagsáætlanir á vegum sveitarfélagsins vegna virkjunarinnar nauðsynlegar. Tilhögun Búrfellslundar hafi verið breytt með þingsályktun og umsókn Landsvirkjunar um virkjunarkostinn byggi á tilhögun sem sé að öllu leyti innan Rangárþings ytra. Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Í framhaldi af afgreiðslu virkjanaleyfisins hyggst Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Í júlí gengu Landsnet og Landsvirkjun frá samningi um að tengja fyrirhugað vindorkuver inn á raforkuflutningskerfið. Var sá samningur forsenda fyrir afgreiðslu Orkustofunar á virkjunarleyfi. Kort af leyfissvæðinu.Orkustofnun Nú er svo unnið að því að klára samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vindorkuvinnslan við Búrfellslund var sett í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og gera áætlanir Landsvirkjunar fyrir því að vindmyllurnar verði farnar að skila rafmagni inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026. Landsvirkjun auglýsti útboð fyrir vindmyllurnar sem þar á að reisa snemma á þessu ári. „Jarðtæknirannsóknir sem hófust í vor hafa gengið vel og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í haust. Allur undirbúningur hefur því gengið að óskum,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur mótmælti umsókninni Fram kemur í gögnum Orkustofnunar að umsögn hafi borist um virkjanaleyfisumsóknina frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirætlununum var mótmælt. Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps var því haldið fram að stjórnvöldum væri óheimilt að veita leyfi fyrir virkjunarkostinum, þar sem sveitarfélagið hafði tilkynnt Skipulagsstofnun um frestun ákvörðunar um landnotkun á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Var það mat sveitarfélagsins að fara bæri með virkjunarkostinn sem hann væri í biðflokki samkvæmt ákvæði laganna, en ekki nýtingaflokki. Landsvirkjun og Orkustofnun voru ósammála þessari túlkun og var leyfið því afgreitt. Að sögn Orkustofnunar eru ekki neinar áætlanir um landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir umræddan virkjunarkost og þar af leiðandi engar skipulagsáætlanir á vegum sveitarfélagsins vegna virkjunarinnar nauðsynlegar. Tilhögun Búrfellslundar hafi verið breytt með þingsályktun og umsókn Landsvirkjunar um virkjunarkostinn byggi á tilhögun sem sé að öllu leyti innan Rangárþings ytra.
Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22