Hvers virði eru þeir sem mennta þjóðina? Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:32 Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun