„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Nenad Sostaric er hundfúll yfir fyrirkomulaginu á EM U18-landsliða karla. EPA/Zsolt Czegledi „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22. Handbolti Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22.
Handbolti Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira