Skólabyrjun og skjáhætta Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 07:31 Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum. Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til farsímanotkunar við akstur. Því má áætla að fjöldi slasaðra vegna farsímanotkunar í umferðinni á Íslandi sé um 200 manns á ári, varlega áætlað. Ekki taka skjáhættuna Nýyrðið skjáhætta varð til þegar Sjóvá og Samgöngustofa unnu að nýrri herferð með auglýsingastofunni Pipar á síðasta ári. Herferðin er enn í gangi undir yfirskriftinni Ekki taka skjáhættuna og má kynna sér hana betur á skjahaetta.is þar sem hægt er að nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum. Skjáhætta er sú áhætta sem skapast þegar fólk notar snjalltæki undir stýri en því miður eru allt of margir ökumenn að nota símann ólöglega á meðan ekið er. Við vitum öll að nauðsynlegt er að vera vakandi í umferðinni. Rannsóknir sýna að fólk telur símanotkun við akstur almennt hættulega en samt er hegðunin oft ekki í takt við þá vitneskju, líkt og rannsóknir sýna líka fram á. Um leið og heilinn fer að fást við önnur verkefni, svo sem að lesa skilaboð, skrifa skilaboð eða velja lag í símanum, er athyglin farin og hættan á slysi stóreykst. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Gera má ráð fyrir að umferðin þyngist samhliða skólabyrjun, það er árviss viðburður. Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið með sérstakt umferðareftirlit fyrstu daga haustsins og hefur hvatt ökumenn til að leggja fyrr af stað á morgnana þar sem venjan er að flestir séu á ferðinni á sama tíma. Þá hefur einnig verið minnst á að ökumenn hafi það í huga að æða ekki út á gatnamót þegar ljóst er að þeir ná ekki yfir, slíkt skapi miklar umferðartafir. Það getur verið freistandi að teygja sig í farsímann þegar umferðin er hæg en sömu lög gilda hvort sem umferð er hæg eða hröð: Stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta aksturinn, án handfrjáls búnaðar. Sektin við slíkri háttsemi er 40.000 krónur og einn refsipunktur í ökuferilsskrá. Einnig er vert að nefna að farsímanotkun undir stýri getur haft áhrif á bótarétt ökumanna í bílslysamálum. Við þurfum alltaf að halda athyglinni við aksturinn. Gott ráð er að vera búin að slá varnagla með því að setja símann á akstursstillingu (driving focus/driving mode) til að hafa augun á veginum og halda einbeitingu við aksturinn. Hægt er að eiga gæðastund í bílnum með því að vera búin að velja tónlist, hlaðvarp eða hljóðbók áður en lagt er af stað þannig það skapi ekki truflun að fikta í símanum á ferð. Einnig er gott að fræða börn á öllum aldri um umferðaröryggi, ganga með þeim öruggustu leiðina í skólann til að byrja með og vera góðar fyrirmyndir. Hættan er raunveruleg Skert athygli við akstur er einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu og því til mikils að vinna að sýna stillingu við aksturinn og vera meðvituð um áhættuna sem skert athygli hefur í för með sér. Umferðin er eitt stærsta samstarfsverkefni hvers samfélags og þar höfum við öll hlutverki að gegna svo hún gangi upp. Förum því varlega út í haustið og stuðlum að ánægjulegri skólabyrjun þannig að allir skili sér heilir heim að störfum loknum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Samgöngur Skóla- og menntamál Samgönguslys Símanotkun barna Hrefna Sigurjónsdóttir Tengdar fréttir Skjáhætta í umferð Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi. 23. maí 2024 07:31 Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. 18. maí 2024 23:01 Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. 15. maí 2024 11:24 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum. Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til farsímanotkunar við akstur. Því má áætla að fjöldi slasaðra vegna farsímanotkunar í umferðinni á Íslandi sé um 200 manns á ári, varlega áætlað. Ekki taka skjáhættuna Nýyrðið skjáhætta varð til þegar Sjóvá og Samgöngustofa unnu að nýrri herferð með auglýsingastofunni Pipar á síðasta ári. Herferðin er enn í gangi undir yfirskriftinni Ekki taka skjáhættuna og má kynna sér hana betur á skjahaetta.is þar sem hægt er að nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum. Skjáhætta er sú áhætta sem skapast þegar fólk notar snjalltæki undir stýri en því miður eru allt of margir ökumenn að nota símann ólöglega á meðan ekið er. Við vitum öll að nauðsynlegt er að vera vakandi í umferðinni. Rannsóknir sýna að fólk telur símanotkun við akstur almennt hættulega en samt er hegðunin oft ekki í takt við þá vitneskju, líkt og rannsóknir sýna líka fram á. Um leið og heilinn fer að fást við önnur verkefni, svo sem að lesa skilaboð, skrifa skilaboð eða velja lag í símanum, er athyglin farin og hættan á slysi stóreykst. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Gera má ráð fyrir að umferðin þyngist samhliða skólabyrjun, það er árviss viðburður. Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið með sérstakt umferðareftirlit fyrstu daga haustsins og hefur hvatt ökumenn til að leggja fyrr af stað á morgnana þar sem venjan er að flestir séu á ferðinni á sama tíma. Þá hefur einnig verið minnst á að ökumenn hafi það í huga að æða ekki út á gatnamót þegar ljóst er að þeir ná ekki yfir, slíkt skapi miklar umferðartafir. Það getur verið freistandi að teygja sig í farsímann þegar umferðin er hæg en sömu lög gilda hvort sem umferð er hæg eða hröð: Stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta aksturinn, án handfrjáls búnaðar. Sektin við slíkri háttsemi er 40.000 krónur og einn refsipunktur í ökuferilsskrá. Einnig er vert að nefna að farsímanotkun undir stýri getur haft áhrif á bótarétt ökumanna í bílslysamálum. Við þurfum alltaf að halda athyglinni við aksturinn. Gott ráð er að vera búin að slá varnagla með því að setja símann á akstursstillingu (driving focus/driving mode) til að hafa augun á veginum og halda einbeitingu við aksturinn. Hægt er að eiga gæðastund í bílnum með því að vera búin að velja tónlist, hlaðvarp eða hljóðbók áður en lagt er af stað þannig það skapi ekki truflun að fikta í símanum á ferð. Einnig er gott að fræða börn á öllum aldri um umferðaröryggi, ganga með þeim öruggustu leiðina í skólann til að byrja með og vera góðar fyrirmyndir. Hættan er raunveruleg Skert athygli við akstur er einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu og því til mikils að vinna að sýna stillingu við aksturinn og vera meðvituð um áhættuna sem skert athygli hefur í för með sér. Umferðin er eitt stærsta samstarfsverkefni hvers samfélags og þar höfum við öll hlutverki að gegna svo hún gangi upp. Förum því varlega út í haustið og stuðlum að ánægjulegri skólabyrjun þannig að allir skili sér heilir heim að störfum loknum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá
Skjáhætta í umferð Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi. 23. maí 2024 07:31
Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. 18. maí 2024 23:01
Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. 15. maí 2024 11:24
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun