Færeyingar góð fyrirmynd! Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 13. ágúst 2024 19:32 Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Samgöngur Byggðamál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun