Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum? Kjartan Ásmundsson skrifar 13. ágúst 2024 20:00 Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun