Sport

Sýnir hversu illa farin Ólympíumedalían hans er

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólympíumedalían hans Nicks Itkin hefur látið á sjá.
Ólympíumedalían hans Nicks Itkin hefur látið á sjá.

Bandaríski skylmingakappinn Nick Itkin hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa sýnt hversu illa medalían þeirra frá Ólympíuleikunum í París er farin.

Hinn 24 ára Itkin vann brons á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum og endurtók leikinn í París.

Aðeins tvær vikur eru síðan Itkin fékk bronsmedalíuna í hendurnar en þrátt fyrir það stórsér á henni. Í færslu á TikTok sýndi Itkin medalíuna sem er öll rispuð og með dökkar skellur.

Itkin var bent á að ástæðan fyrir slæmu ástandi medalíunnar gæti verið að hún hefði tærst við það að komat undir bert lofti. Allir verðlaunahafar á Ólympíuleikunum fengu öskju til að geyma medalíuna í til að varðveita hana betur.

Í kringum fimm þúsund medalíur voru framleiddar fyrir Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra. Í hverri einustu medalíu er brot úr Eiffel turninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×