Enginn vindmyllugarður án bættra vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:01 Myllurnar myndu sjást úr mikilli fjarlægð, enda allt að 200 metra háar. Á myndinni eru vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar í Færeyjum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“ Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“
Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30
Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27