Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa? Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir skrifa 14. ágúst 2024 12:30 Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun