Óheillaþróun á íslenskum vinnumarkaði Gunnar Sigvaldason og Árni B. Björnsson skrifa 15. ágúst 2024 07:30 Samningsréttur háskólamenntaðra í skötulíki. Í mars á þessu ári var gerður langtímasamningur við stærstu stéttarfélögin í landinu, þ.m.t. Eflingu og VR. Í nafni stöðugleika var sú lína dregin að önnur stéttarfélög ættu að fara sömu leið, ekki væri meira í boði. Að stefna að stöðugleika er gott og gilt en þegar háskólamenntaðir hafa borið minna úr býtum við samningaborðið um óeðlilega langt skeið er það beinlínis skylda stéttarfélaga eins og Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) að spyrna við fótum. Rétt er að minna á að Verkfræðingafélag Íslands var aðili að yfirlýsingu 22 stéttarfélaga háskólamenntaðra í marsmánuði sl. Þar var minnt á hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og var úrbóta krafist. Á þetta er ekki hlustað. Niðurstaðan á að vera áframhaldandi kjararýrnun og það sem kallað hefur verið öfug launaþróun fyrir háskólamenntaða. Viðsemjendur hafa ekki vikið frá þeirri launastefnu sem nú þegar hefur verið gefin út á markaði, þ. e. fjögurra ára samningur með 3,25% hækkun fyrsta árið og 3,5% næstu þrjú árin. Skiptir þá engu sú staðreynd að kaupmáttur verkfræðinga og tæknifræðinga, og annarra háskólahópa, hefur ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hefur hlutfallslega aukist um 29% frá aldamótum (skv. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kjör verkfræðinga og tæknifræðinga 2000-2022). Samningaviðræður ekki réttnefni Mikillar óánægju gætir meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, hvort sem það er á almennum eða opinberum markaði. Er það samdóma álit að samningaviðræður séu ekki réttnefni. Samninganefndum er afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu og minnst var á hér að ofan. Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar. Heildarkostnaðarmat þeirra samninga hefur verið áætlað í kringum 17,2% á þessum fjórum árum og þar af hefur hvert félag haft um 0,7% til ráðstöfunar í sérkröfur sem eingöngu á við það umhverfi sem þeir starfa í. Sem dæmi hefur verið nefnt að þessi 0,7% gætu nýst í meiri orlofsávinnslu, hærra framlag í sjóði, leiðréttingu á launatöflum og öðru sem félagsmenn viðkomandi félags hafa óskað eftir. Þetta breytir engu um stóru myndina um hversu háskólamenntaðir hafa dregist aftur úr. Óeðlileg völd Samtaka atvinnulífsins Flest hálfopinber fyrirtæki hafa framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins og það hefur Félag ráðgjafarverkfræðinga einnig gert. Á þeim vettvangi hefur stefnan verið sú að launaliður er ekki ræddur heldur er starfsmönnum gert að sækja sér launahækkanir í launaviðtölum. Reynsla félagsmanna VFÍ af launaviðtölum er misjöfn. Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum. Eins og áður var nefnt þá er það staðreynd að kaupmáttur sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki aukist með sambærilegum hætti á undanförnum áratugum og hjá ófaglærðu starfsfólki. Sú þróun er til þess fallin að letja einstaklinga að sækja sér æðri menntun. Nefna má sem dæmi að í stórum fyrirtækjasamningum í Svíþjóð hvarflar ekki að nokkrum manni að ófaglærðir fái hærri prósentuhækkun en háskólamenntaðir. Þar snúast samningaviðræður um getu, burði og vilja fyrirtækjanna að hækka launin. Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði. - Hið síðastnefnda á sérstaklega við um verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem skortur er á tæknimenntuðu fólki. Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði. Gunnar Sigvaldason, formaður Kjaradeildar VFÍ og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Samningsréttur háskólamenntaðra í skötulíki. Í mars á þessu ári var gerður langtímasamningur við stærstu stéttarfélögin í landinu, þ.m.t. Eflingu og VR. Í nafni stöðugleika var sú lína dregin að önnur stéttarfélög ættu að fara sömu leið, ekki væri meira í boði. Að stefna að stöðugleika er gott og gilt en þegar háskólamenntaðir hafa borið minna úr býtum við samningaborðið um óeðlilega langt skeið er það beinlínis skylda stéttarfélaga eins og Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) að spyrna við fótum. Rétt er að minna á að Verkfræðingafélag Íslands var aðili að yfirlýsingu 22 stéttarfélaga háskólamenntaðra í marsmánuði sl. Þar var minnt á hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og var úrbóta krafist. Á þetta er ekki hlustað. Niðurstaðan á að vera áframhaldandi kjararýrnun og það sem kallað hefur verið öfug launaþróun fyrir háskólamenntaða. Viðsemjendur hafa ekki vikið frá þeirri launastefnu sem nú þegar hefur verið gefin út á markaði, þ. e. fjögurra ára samningur með 3,25% hækkun fyrsta árið og 3,5% næstu þrjú árin. Skiptir þá engu sú staðreynd að kaupmáttur verkfræðinga og tæknifræðinga, og annarra háskólahópa, hefur ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hefur hlutfallslega aukist um 29% frá aldamótum (skv. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kjör verkfræðinga og tæknifræðinga 2000-2022). Samningaviðræður ekki réttnefni Mikillar óánægju gætir meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, hvort sem það er á almennum eða opinberum markaði. Er það samdóma álit að samningaviðræður séu ekki réttnefni. Samninganefndum er afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu og minnst var á hér að ofan. Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar. Heildarkostnaðarmat þeirra samninga hefur verið áætlað í kringum 17,2% á þessum fjórum árum og þar af hefur hvert félag haft um 0,7% til ráðstöfunar í sérkröfur sem eingöngu á við það umhverfi sem þeir starfa í. Sem dæmi hefur verið nefnt að þessi 0,7% gætu nýst í meiri orlofsávinnslu, hærra framlag í sjóði, leiðréttingu á launatöflum og öðru sem félagsmenn viðkomandi félags hafa óskað eftir. Þetta breytir engu um stóru myndina um hversu háskólamenntaðir hafa dregist aftur úr. Óeðlileg völd Samtaka atvinnulífsins Flest hálfopinber fyrirtæki hafa framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins og það hefur Félag ráðgjafarverkfræðinga einnig gert. Á þeim vettvangi hefur stefnan verið sú að launaliður er ekki ræddur heldur er starfsmönnum gert að sækja sér launahækkanir í launaviðtölum. Reynsla félagsmanna VFÍ af launaviðtölum er misjöfn. Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum. Eins og áður var nefnt þá er það staðreynd að kaupmáttur sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki aukist með sambærilegum hætti á undanförnum áratugum og hjá ófaglærðu starfsfólki. Sú þróun er til þess fallin að letja einstaklinga að sækja sér æðri menntun. Nefna má sem dæmi að í stórum fyrirtækjasamningum í Svíþjóð hvarflar ekki að nokkrum manni að ófaglærðir fái hærri prósentuhækkun en háskólamenntaðir. Þar snúast samningaviðræður um getu, burði og vilja fyrirtækjanna að hækka launin. Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði. - Hið síðastnefnda á sérstaklega við um verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem skortur er á tæknimenntuðu fólki. Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði. Gunnar Sigvaldason, formaður Kjaradeildar VFÍ og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun