Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2024 08:33 Hafsteinn ætlaði að búa í Grindavík til æviloka og flutti þangað í júlí í fyrra. Skjáskot/Bylgjan Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. „Svo byrjaði þessi skjálftavirkni í aðdraganda 10. nóvember, sem náði hámarki þá, og við flúðum bæinn eins og allir,“ segir Hafsteinn sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir fjölskylduna hafa verið á hrakhólum síðan þá. Þau hafi dvalið í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði en hafi svo endað í Þorlákshöfn. „Þetta er búið að vera stór rússíbani og ég óska engum að ganga í gegnum það sama.“ Hann segir að vegna þess að þau hafi ekki verið búin að greiða lokagreiðslu á eign sinni hafi ekki verið gefið út afsal. En þau neiti að greiða hana vegna þess að húsið sé algerlega verðlaust í dag. „Við vorum þarna í tíu vikur.“ Hafsteinn segir að eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn hafi hann komist að því að þau séu algerlega réttindalaus. Seljendur segi að þeim beri að greiða þessa lokagreiðslu. Hann segir að þau geti greitt síðustu greiðsluna til seljenda og svo selt til Þórkötlu en að það yrði með margra milljóna króna tapi. Það sé tekið mið af brunabótamati og að þau myndu tapa á þessum viðskiptum. Enginn lögfræðingur vilji taka málið Hann segir engin fordæmi fyrir svona í íslenskri réttarsögu en að enginn lögfræðingur hafi viljað taka málið að sér. Það sé ekki bara þetta sem þurfi að athuga heldur sé húsið líka byggt í sigdal og segir Hafsteinn að það hafi, sem dæmi, ekki komið fram við sölu. Hvorki frá fasteignasala eða í gögnum frá bæjaryfirvöldum. Hafsteinn segir þau hjónin fá leigustyrk en að þau þurfi að greiða af húsinu á meðan þannig staðan sé erfið. „Húsið stendur við götuna. Þetta er raðhús. Hinum megin við götuna eru öll hús ónýt og þetta er stórhættulegt svæði. Sonur minn sagði við mig: Ef þú ferð þarna aftur færðu aldrei barnabörnin til þín.“ Hann segir skrítið að vera í þeirri stöðu að á einum sólarhring er allt í blóma en svo er alger óvissa. Þeirra staða sé ekki einsdæmi. Það séu fleiri í þessari stöðu og einhverjir jafnvel orðnir gjaldþrota. „Það gleymist þessi hópur sem þorir kannski ekki að tala. Segir ekki neitt í fjölmiðlum og líður illa.“ Fleiri í sömu stöðu Hann segir að kostnaðurinn við flutningana hafi hlaupið á tugum þúsunda eða jafnvel milljónum. Þau hafi þurft að kaupa sér ný föt og tæki. Hafsteinn segir húsið sjálft ekki ónýtt. Þau hafi ekki getað tæmt húsið því þau séu ekki með pláss fyrir allt dótið sitt. „Við erum algerlega réttindalaus. Við getum ekkert gert og erum algerlega föst,“ segir Hafsteinn og að það séu fleiri í sömu stöðu og jafnvel verri stöðu. Sumir hafi misst vinnuna og heilsuna, sem þau hafi ekki gert. „Þessi óvissa er skelfileg. Það er erfitt fyrir okkur að plana nokkuð núna.“ Hafsteinn segir það vonda tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi og hann óski engum að vera í stöðunni sem þau eru í. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
„Svo byrjaði þessi skjálftavirkni í aðdraganda 10. nóvember, sem náði hámarki þá, og við flúðum bæinn eins og allir,“ segir Hafsteinn sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir fjölskylduna hafa verið á hrakhólum síðan þá. Þau hafi dvalið í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði en hafi svo endað í Þorlákshöfn. „Þetta er búið að vera stór rússíbani og ég óska engum að ganga í gegnum það sama.“ Hann segir að vegna þess að þau hafi ekki verið búin að greiða lokagreiðslu á eign sinni hafi ekki verið gefið út afsal. En þau neiti að greiða hana vegna þess að húsið sé algerlega verðlaust í dag. „Við vorum þarna í tíu vikur.“ Hafsteinn segir að eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn hafi hann komist að því að þau séu algerlega réttindalaus. Seljendur segi að þeim beri að greiða þessa lokagreiðslu. Hann segir að þau geti greitt síðustu greiðsluna til seljenda og svo selt til Þórkötlu en að það yrði með margra milljóna króna tapi. Það sé tekið mið af brunabótamati og að þau myndu tapa á þessum viðskiptum. Enginn lögfræðingur vilji taka málið Hann segir engin fordæmi fyrir svona í íslenskri réttarsögu en að enginn lögfræðingur hafi viljað taka málið að sér. Það sé ekki bara þetta sem þurfi að athuga heldur sé húsið líka byggt í sigdal og segir Hafsteinn að það hafi, sem dæmi, ekki komið fram við sölu. Hvorki frá fasteignasala eða í gögnum frá bæjaryfirvöldum. Hafsteinn segir þau hjónin fá leigustyrk en að þau þurfi að greiða af húsinu á meðan þannig staðan sé erfið. „Húsið stendur við götuna. Þetta er raðhús. Hinum megin við götuna eru öll hús ónýt og þetta er stórhættulegt svæði. Sonur minn sagði við mig: Ef þú ferð þarna aftur færðu aldrei barnabörnin til þín.“ Hann segir skrítið að vera í þeirri stöðu að á einum sólarhring er allt í blóma en svo er alger óvissa. Þeirra staða sé ekki einsdæmi. Það séu fleiri í þessari stöðu og einhverjir jafnvel orðnir gjaldþrota. „Það gleymist þessi hópur sem þorir kannski ekki að tala. Segir ekki neitt í fjölmiðlum og líður illa.“ Fleiri í sömu stöðu Hann segir að kostnaðurinn við flutningana hafi hlaupið á tugum þúsunda eða jafnvel milljónum. Þau hafi þurft að kaupa sér ný föt og tæki. Hafsteinn segir húsið sjálft ekki ónýtt. Þau hafi ekki getað tæmt húsið því þau séu ekki með pláss fyrir allt dótið sitt. „Við erum algerlega réttindalaus. Við getum ekkert gert og erum algerlega föst,“ segir Hafsteinn og að það séu fleiri í sömu stöðu og jafnvel verri stöðu. Sumir hafi misst vinnuna og heilsuna, sem þau hafi ekki gert. „Þessi óvissa er skelfileg. Það er erfitt fyrir okkur að plana nokkuð núna.“ Hafsteinn segir það vonda tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi og hann óski engum að vera í stöðunni sem þau eru í.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27
Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23
Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11