Handbolti

Ís­lendingar í undan­úr­slit á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar fagna.
Íslendingar fagna. hsí

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á EM með sigri á Noregi, 31-25.

Ísland endaði með fjögur stig í milliriðli 2, jafn mörg og Svíþjóð og Spánn. Íslendingar og Svíar fóru áfram á betri markatölu í innbyrðis leikjum liðanna.

Ágúst Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir íslenska liðið í dag og Garðar Ingi Sindrason fimm. Jens Sigurðarson átti frábæran leik í markinu og varði þrettán skot (48 prósent).

Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með átta mörkum að honum loknum, 17-9. Ísland náði tvívegis tólf marka forskoti í seinni hálfleik en Noregur lagaði stöðuna með því að skora fimm af síðustu sex mörkum leiksins. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 31-25.

Það kemur í ljós síðar í dag hver andstæðingur Íslands í undanúrslitunum á morgun verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×