Krossinn er fallegur 16. ágúst 2024 05:01 Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Krossinn er djúpstætt tákn kristinnar trúar og menningar. Á sama tíma og hann er tákn um harmdauða og upprisu Jesú Krists er hann sigurtákn kærleikans yfir illskunni - lífsins yfir dauðanum - ljóssins yfir myrkrinu. Í kristinni trú táknar krossinn hina miklu fórn Jesú Krists sem dó á krossi til að frelsa mannkynið frá syndum. Hann er tákn píslargöngunnar en einnig upprisunnar og sigursins yfir dauðanum, sem er grunnur að von og trú kristinna manna um eilíft líf. Krossinn er lifandi tákn fyrir þá skilyrðislausu ást, náð og miskunn, sem Guð sýndi mannkyni með því að senda son sinn, mannsoninn, í heiminn til að raungera skilning mannsins í ímynd Guðs. Krossinn gegnir lykilhlutverki í helgisiðum kirkjunnar. Hann er blessunartákn fyrir samfélög, heimili og önnur mannvirki, farartæki á legi, láði og lofti. Þannig hefur táknrænt gildi krossins, í gegnum aldirnar, veitt vernd Guðs gegn hættum og ógnum. Að „bera kross sinn“ merkir í kristinni hefð að taka á sig þjáningar og erfiðleika í þjónustu við Guð og náungann. Þessi fórnfýsi er lykilatriði í kristnu lífi, þar sem krossinn minnir á að fylgjendur Krists eru kallaðir til að taka þátt í hinni andlegu baráttu og auðsýna trúfesti, jafnvel á kostnað eigin hagsmuna. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Eftir að kristni varð opinber trú Rómaveldis á fjórðu öld var krossinn innleiddur sem tákn Guðs innan kristinna ríkja. Öll ríki Norðurlandanna bera kross í þjóðfánum sínum til að undirstrika þann kristilega jöfnuð og velferð sem þjóðríkin hvíla á. Krossinn er uppspretta sköpunar í listum, bókmenntum og mannvirkjagerð í gegnum aldirnar. Hann stendur sem tákn fyrir andlega vegferð, þrautseigju kærleika og von, og hefur verið miðlægt tákn í kirkjum og helgistöðum, bæði sem áminning um fórn Krists og vernd hans. Krossinn er táknræn grunnstoð kristinnar trúar og áhrifa afl í mótun menningu og samfélaga gegnum aldirnar og stendur enn í dag sem öflugt tákn trúar, vonar og kærleika. Um krossinn er hægt að rita heilu hillumetrana enda frægasta tákn veraldar en læt þetta nægja að sinni. Guðs blessun og góðar stundir.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar