Tónleikastöðum fækkar: „Þetta er bara sorgleg þróun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Óli Dóri hefur verið viðburðarstjóri Kex síðustu ár. Hann lætur nú af störfum með áherslubreytingum hjá Kex hostel. vísir/ívar fannar Rekstraraðilar segja togstreitu milli hótelgeirans og tónlistarbransans verða til þess að æ fleiri tónleikastaðir þurfi að víkja úr miðborginni. Þróunin sé sorgleg. Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira