Finnst mjög óréttlátt að bronsið sé tekið af henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 09:00 Jordan Chiles fagnar bronsinu sínu með Simone Biles eftir að úrslitunum var breytt. Sú breyting á skorinu hefur nú verið dregin til baka. Getty/Mehmet Murat Onel Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles fékk bronsverðlaun fyrir æfingar á gólfi á Ólympíuleikunum í París en henni hefur nú verið gert að skila bronsverðlaunum sínum. Chiles gerði athugasemd við of lágan erfiðleikastuðul fyrir æfingu sína sem varð til þess að hún hoppaði úr fimmta sæti upp í það þriðja. Alþjóðaíþróttadómstóllinn felldi þá breytingu úr gildi þar sem að beiðni hennar kom nokkrum sekúndum of seint. Chiles skrifaði pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún fór yfir allt málið og hvernig henni líður eftir að hafa fengið þessar leiðinlegu fréttir. Hún gerði ekkert rangt og er í raun fórnarlamb mistaka annarra. “I have no words,” Chiles wrote. “This decision feels unjust and comes as a significant blow, not just to me, but to everyone who has championed my journey.”https://t.co/rctS0I5O1P— WMBD News (@WMBDNews) August 16, 2024 „Ég á engin orð. Mér finnst þessi ákvörðun vera mjög óréttlát og hún er áfall fyrir mig og alla þá sem hafa fagnað þessum árangri mínum með mér. Ofan á sorgina hafa síðan bæst við árásir á samfélagsmiðlum sem eru bæði rangar og ákaflega særandi,“ skrifaði Chiles. Hún telur að árásirnar komi til vegna hörundslitar hennar og þeirri staðreynd að allir þrír verðlaunahafarnir á pallinum hafi verið svartar. Chiles er ekki búin að gefa upp alla von um að hún fái að halda bronsinu. „Ég mun nálgast þessa áskorun eins og aðrar sem ég hef glímt við. Ég mun gera allt til þess að réttlætinu verði fullnægt. Ég trúi því að við enda þessa ferðalags þá hafi fólkið sem ræður gert það rétta í stöðunni,“ skrifaði Chiles. pic.twitter.com/MX89OPeduH— Jordan Chiles (@ChilesJordan) August 15, 2024 Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Chiles gerði athugasemd við of lágan erfiðleikastuðul fyrir æfingu sína sem varð til þess að hún hoppaði úr fimmta sæti upp í það þriðja. Alþjóðaíþróttadómstóllinn felldi þá breytingu úr gildi þar sem að beiðni hennar kom nokkrum sekúndum of seint. Chiles skrifaði pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún fór yfir allt málið og hvernig henni líður eftir að hafa fengið þessar leiðinlegu fréttir. Hún gerði ekkert rangt og er í raun fórnarlamb mistaka annarra. “I have no words,” Chiles wrote. “This decision feels unjust and comes as a significant blow, not just to me, but to everyone who has championed my journey.”https://t.co/rctS0I5O1P— WMBD News (@WMBDNews) August 16, 2024 „Ég á engin orð. Mér finnst þessi ákvörðun vera mjög óréttlát og hún er áfall fyrir mig og alla þá sem hafa fagnað þessum árangri mínum með mér. Ofan á sorgina hafa síðan bæst við árásir á samfélagsmiðlum sem eru bæði rangar og ákaflega særandi,“ skrifaði Chiles. Hún telur að árásirnar komi til vegna hörundslitar hennar og þeirri staðreynd að allir þrír verðlaunahafarnir á pallinum hafi verið svartar. Chiles er ekki búin að gefa upp alla von um að hún fái að halda bronsinu. „Ég mun nálgast þessa áskorun eins og aðrar sem ég hef glímt við. Ég mun gera allt til þess að réttlætinu verði fullnægt. Ég trúi því að við enda þessa ferðalags þá hafi fólkið sem ræður gert það rétta í stöðunni,“ skrifaði Chiles. pic.twitter.com/MX89OPeduH— Jordan Chiles (@ChilesJordan) August 15, 2024
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira