Er allt í góðu? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 17:30 Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun