Skuldadagar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Haraldur Þór Jónsson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun