Skuldadagar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Haraldur Þór Jónsson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun