Alcaraz fékk æðiskast og mölbraut spaðann Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 12:31 Carlos Alcaraz með spaðann, enn í heilu lagi, í leiknum við Gael Monfils. Getty Spænska tennisstjarnan Carlos Alcaraz missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu þegar hann tapaði fyrir Frakkanum Gael Monfils í 16-manna úrslitum Cincinnati Open. Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum. Tennis Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum.
Tennis Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira