Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 15:11 Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir skoraði glæsimark í dag. Vísir/Anton Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt. Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik. Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik.
Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira