Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 20:35 Slökkviliðsmenn hafa verið við störf frá því um miðjan dag þegar tilkynnt var um eldinn. Vísir/EPA Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins. Eldurinn kviknaði í vesturhluta hússins um miðjan dag og segir í fréttatilkynningu frá Somerset að lokað verði að svæðinu þar til síðar. Engin listaverk voru þeim hluta hússins þar sem eldurinn kom upp. Enginn slasaðist þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru enn óljós og er verið að rannsaka málið. Þykkan gráan reyk mátti sjá leggja frá húsinu og yfir Thames ánna og Waterloo brúna. Aðstoðarslökkvilðisstjórinn í London, Keeley Foster, sagði í dag að viðbragð slökkviliðsmannanna hafi verið flókið og tæknilegt og að þeir verði á vettvangi þar til á morgun. Forstjóri Somerset segir enn of snemmt að segja til um ástand hússins en að húsið verði lokað þar til tilkynnt verður um annað. Almenningur var beðinn að halda sig frá vettvangi í dag vegna mikils reyks og íbúum í nágrenni við húsið ráðlagt að loka gluggum og hurðum. Frétt BBC. Chris Bryand, ráðherra menningarmála, segist vonast til þess að hægt verði að opna húsið aftur fljótlega og að ráðuneytið sé í sambandi við forstöðumenn hússins. Somerset hús er á Strand í miðborg London og er í dag notað sem listasalur. Byggingin hýsir Courtauld-listasafnið sem er umfangsmikið safn málverka allt frá endurreisnartímabilinu til tuttugustu aldarinnar. Fræg verk á borð við Bar á Folie-Bergère eftir Édouard Manet og sjálfsmynd Vincents van Gogh með sárabindið á eyranu eru geymd í byggingunni. Bretland Menning Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eldurinn kviknaði í vesturhluta hússins um miðjan dag og segir í fréttatilkynningu frá Somerset að lokað verði að svæðinu þar til síðar. Engin listaverk voru þeim hluta hússins þar sem eldurinn kom upp. Enginn slasaðist þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru enn óljós og er verið að rannsaka málið. Þykkan gráan reyk mátti sjá leggja frá húsinu og yfir Thames ánna og Waterloo brúna. Aðstoðarslökkvilðisstjórinn í London, Keeley Foster, sagði í dag að viðbragð slökkviliðsmannanna hafi verið flókið og tæknilegt og að þeir verði á vettvangi þar til á morgun. Forstjóri Somerset segir enn of snemmt að segja til um ástand hússins en að húsið verði lokað þar til tilkynnt verður um annað. Almenningur var beðinn að halda sig frá vettvangi í dag vegna mikils reyks og íbúum í nágrenni við húsið ráðlagt að loka gluggum og hurðum. Frétt BBC. Chris Bryand, ráðherra menningarmála, segist vonast til þess að hægt verði að opna húsið aftur fljótlega og að ráðuneytið sé í sambandi við forstöðumenn hússins. Somerset hús er á Strand í miðborg London og er í dag notað sem listasalur. Byggingin hýsir Courtauld-listasafnið sem er umfangsmikið safn málverka allt frá endurreisnartímabilinu til tuttugustu aldarinnar. Fræg verk á borð við Bar á Folie-Bergère eftir Édouard Manet og sjálfsmynd Vincents van Gogh með sárabindið á eyranu eru geymd í byggingunni.
Bretland Menning Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira