Lýst yfir hættustigi vegna áfengisdrykkju Gunnar Hersveinn skrifar 18. ágúst 2024 18:01 Hættustigi vegna áfengisdrykkju var nýlega lýst í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi um áfengisneyslu og -fíknar Íslendinga. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi, hættustigi eða neyðarstigi eftir stöðumat. Hverju stigi fylgja fumlausar aðgerðir og oftast er gripið til tafarlausra ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Viðbúnaður er efldur og einnig er gripið til fyrirbyggjandi aðgerða. Tölfræði frá Embætti landlæknis, Hagstofunni og SÁÁ hefur leitt í ljós stigvaxandi hættu vegna áfengisneyslu í landinu. Fjórðungur Íslendinga, 15 ára og eldri, hefur nú þegar tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur áfengis sem bitnar á heilsufari og fjölskyldum. Það skapar hættu fyrir viðkvæmt heilbrigðiskerfi landsins sem má ekki við meira álagi en þegar er viðvarandi. Áfengi er hættulegur og skaðlegur vímugjafi í óhófi og því fylgir bæði ofbeldi og síðan mikil andleg vanlíðan. Mikilvægt er að ánetjast ekki áfengi því það getur breytt neytanda í fíkil en nú drekka 35% Íslendinga áfengi í hverri viku. Skaðleg áhrif alkóhóls eru til dæmis eitrun í heila vegna lifrarskemmda, skemmdir á litla heila, geðtruflanir, svefntruflanir, taugaskemmdir, aukin hætta á krabbameini í meltingarvegi, fitulifur, skorpulifur, briskirtilsbólga, hjartsláttartruflanir, skemmdir á hjartavöðvar, uppsöfnun fitu í lifrinni, beinþynning og auknar líkur á heilablóðfalli. Mótvægisaðgerðir og viðbúnaður Ekki dugar þó að lýsa bara yfir hættustigi vegna áfengisnotkunar heldur er nauðsynlegt að fylgja málinu eftir með markvissum aðgerðum líkt og Almannavarnir gera. Til hvaða ráða er hægt að grípa? Alþjóðleg ritrýnd gögn sýna, að ef ekkert er gert eða jafnvel dregið er úr takmörkunum á aðgengi að alkóhóli, þá eykst neyslan og heilsa þjóðarinnar versnar. Það ráð dugar því greinilega ekki, þótt nokkrir alþingismenn berjist fyrir því í nafni viðskiptafrelsis. Opinber lýðheilsustefna og -markmið snýst um að draga úr skaðlegum áhrifum og afleiðingum áfengisdrykkju. Á lista yfir aðgerðir sem stungið er upp á hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, er meðal annars mælt með því að takmarka aðgengi að áfengi með völdum aðgerðum: Ríkiseinokunarverslun sem stýrist af lýðheilsusjónarmiðum. Lögum um fjölda og staðsetningu áfengisverslana. Lögum um opnunartíma, -daga og klukkutíma. Það ætti því að vera auðvelt að rökstyðja nokkrar öflugar forvarnir, viðbúnað og aðgerðir sem byggja á vísindalegum gögnum. Hér má nefna nokkrar sem auðvelt er að framkvæma strax, fyrst hætta vofir yfir: Fækka vínbúðum ÁTVR á landinu í stað þess að fjölga þeim og stækka eins og gert hefur verið undanfarin ár. Stytta opnunartíma í vínbúðum ÁTVR í stað þess að lengja og fjölga dögum (oft er afgreitt nú til 20 á kvöldin og til 18 á laugardögum). Taka á ólöglegri vínsölu á netinu, vínsölu sem veltir milljörðum og hvorki ráðuneyti né lögregla skipta sér af, þrátt fyrir slysin í umferðinni vegna ölvunaraksturs og heimilisofbeldis. Áfengisdrykkja tengist 13% allra umferðarslysa. (Að kaupa áfengi í netsölu á kvöldin og um helgar styður áhættusamar drykkjuvenjur, netkaupin gera fólki kleift að halda áfram drykkju sem ella hefði stöðvast þegar áfengið var búið). Fella öll frumvörp á Alþingi sem beinast að því að lengja fjölga opnunardögum vínbúða, auka aðgengi, lögleiða heimabrugg og gefa ólöglegri vínsölu á netinu grænt ljós. Benda Hagkaupum og öðrum slíkum á að sala áfengis á þeirra vegum er ólögleg. Lista mætti upp langtímaaðgerðir einnig, þær felast í því að breyta menningunni og efla fræðslu og forvarnir. Viðauki: Eldri kynslóðin og vín Til er mýta um heilsusamleg áhrif hóflegrar víndrykkju. Engin gögn sýna að hófdrykkja, hvorki rauðvíns- né bjórglas, geti verið góð fyrir hjartað eða heilsuna yfirleitt, þetta kemur fram í nýbirtri viðamikilli breskri vísindarannsókn. Fullyrðingar um slíkt eiga iðulega uppruna sinn hjá markaðsdeildum framleiðenda. Það er jafnvel fylgni milli hófdrykkju eldri kynslóðarinnar og dauða vegna krabbameins, sérstaklega fólks með undirliggjandi sjúkdóma. „Alkóhól eykur áhættuna á því að fá krabbamein, alveg frá fyrsta sopa,“ segir Dr. Rosario Ortolá aðalhöfundur greinar um niðurstöðuna. Höfundur er rithöfundur Heimildir: Heilbrigðisráðherra: https://www.althingi.is/altext/154/s/1955.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 Rannsókn Rosario Ortolá: https://jamanetwork.com/journals/jamanetworkopen/fullarticle/2822215 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hættustigi vegna áfengisdrykkju var nýlega lýst í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi um áfengisneyslu og -fíknar Íslendinga. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi, hættustigi eða neyðarstigi eftir stöðumat. Hverju stigi fylgja fumlausar aðgerðir og oftast er gripið til tafarlausra ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Viðbúnaður er efldur og einnig er gripið til fyrirbyggjandi aðgerða. Tölfræði frá Embætti landlæknis, Hagstofunni og SÁÁ hefur leitt í ljós stigvaxandi hættu vegna áfengisneyslu í landinu. Fjórðungur Íslendinga, 15 ára og eldri, hefur nú þegar tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur áfengis sem bitnar á heilsufari og fjölskyldum. Það skapar hættu fyrir viðkvæmt heilbrigðiskerfi landsins sem má ekki við meira álagi en þegar er viðvarandi. Áfengi er hættulegur og skaðlegur vímugjafi í óhófi og því fylgir bæði ofbeldi og síðan mikil andleg vanlíðan. Mikilvægt er að ánetjast ekki áfengi því það getur breytt neytanda í fíkil en nú drekka 35% Íslendinga áfengi í hverri viku. Skaðleg áhrif alkóhóls eru til dæmis eitrun í heila vegna lifrarskemmda, skemmdir á litla heila, geðtruflanir, svefntruflanir, taugaskemmdir, aukin hætta á krabbameini í meltingarvegi, fitulifur, skorpulifur, briskirtilsbólga, hjartsláttartruflanir, skemmdir á hjartavöðvar, uppsöfnun fitu í lifrinni, beinþynning og auknar líkur á heilablóðfalli. Mótvægisaðgerðir og viðbúnaður Ekki dugar þó að lýsa bara yfir hættustigi vegna áfengisnotkunar heldur er nauðsynlegt að fylgja málinu eftir með markvissum aðgerðum líkt og Almannavarnir gera. Til hvaða ráða er hægt að grípa? Alþjóðleg ritrýnd gögn sýna, að ef ekkert er gert eða jafnvel dregið er úr takmörkunum á aðgengi að alkóhóli, þá eykst neyslan og heilsa þjóðarinnar versnar. Það ráð dugar því greinilega ekki, þótt nokkrir alþingismenn berjist fyrir því í nafni viðskiptafrelsis. Opinber lýðheilsustefna og -markmið snýst um að draga úr skaðlegum áhrifum og afleiðingum áfengisdrykkju. Á lista yfir aðgerðir sem stungið er upp á hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, er meðal annars mælt með því að takmarka aðgengi að áfengi með völdum aðgerðum: Ríkiseinokunarverslun sem stýrist af lýðheilsusjónarmiðum. Lögum um fjölda og staðsetningu áfengisverslana. Lögum um opnunartíma, -daga og klukkutíma. Það ætti því að vera auðvelt að rökstyðja nokkrar öflugar forvarnir, viðbúnað og aðgerðir sem byggja á vísindalegum gögnum. Hér má nefna nokkrar sem auðvelt er að framkvæma strax, fyrst hætta vofir yfir: Fækka vínbúðum ÁTVR á landinu í stað þess að fjölga þeim og stækka eins og gert hefur verið undanfarin ár. Stytta opnunartíma í vínbúðum ÁTVR í stað þess að lengja og fjölga dögum (oft er afgreitt nú til 20 á kvöldin og til 18 á laugardögum). Taka á ólöglegri vínsölu á netinu, vínsölu sem veltir milljörðum og hvorki ráðuneyti né lögregla skipta sér af, þrátt fyrir slysin í umferðinni vegna ölvunaraksturs og heimilisofbeldis. Áfengisdrykkja tengist 13% allra umferðarslysa. (Að kaupa áfengi í netsölu á kvöldin og um helgar styður áhættusamar drykkjuvenjur, netkaupin gera fólki kleift að halda áfram drykkju sem ella hefði stöðvast þegar áfengið var búið). Fella öll frumvörp á Alþingi sem beinast að því að lengja fjölga opnunardögum vínbúða, auka aðgengi, lögleiða heimabrugg og gefa ólöglegri vínsölu á netinu grænt ljós. Benda Hagkaupum og öðrum slíkum á að sala áfengis á þeirra vegum er ólögleg. Lista mætti upp langtímaaðgerðir einnig, þær felast í því að breyta menningunni og efla fræðslu og forvarnir. Viðauki: Eldri kynslóðin og vín Til er mýta um heilsusamleg áhrif hóflegrar víndrykkju. Engin gögn sýna að hófdrykkja, hvorki rauðvíns- né bjórglas, geti verið góð fyrir hjartað eða heilsuna yfirleitt, þetta kemur fram í nýbirtri viðamikilli breskri vísindarannsókn. Fullyrðingar um slíkt eiga iðulega uppruna sinn hjá markaðsdeildum framleiðenda. Það er jafnvel fylgni milli hófdrykkju eldri kynslóðarinnar og dauða vegna krabbameins, sérstaklega fólks með undirliggjandi sjúkdóma. „Alkóhól eykur áhættuna á því að fá krabbamein, alveg frá fyrsta sopa,“ segir Dr. Rosario Ortolá aðalhöfundur greinar um niðurstöðuna. Höfundur er rithöfundur Heimildir: Heilbrigðisráðherra: https://www.althingi.is/altext/154/s/1955.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 Rannsókn Rosario Ortolá: https://jamanetwork.com/journals/jamanetworkopen/fullarticle/2822215
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun