Lýst yfir hættustigi vegna áfengisdrykkju Gunnar Hersveinn skrifar 18. ágúst 2024 18:01 Hættustigi vegna áfengisdrykkju var nýlega lýst í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi um áfengisneyslu og -fíknar Íslendinga. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi, hættustigi eða neyðarstigi eftir stöðumat. Hverju stigi fylgja fumlausar aðgerðir og oftast er gripið til tafarlausra ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Viðbúnaður er efldur og einnig er gripið til fyrirbyggjandi aðgerða. Tölfræði frá Embætti landlæknis, Hagstofunni og SÁÁ hefur leitt í ljós stigvaxandi hættu vegna áfengisneyslu í landinu. Fjórðungur Íslendinga, 15 ára og eldri, hefur nú þegar tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur áfengis sem bitnar á heilsufari og fjölskyldum. Það skapar hættu fyrir viðkvæmt heilbrigðiskerfi landsins sem má ekki við meira álagi en þegar er viðvarandi. Áfengi er hættulegur og skaðlegur vímugjafi í óhófi og því fylgir bæði ofbeldi og síðan mikil andleg vanlíðan. Mikilvægt er að ánetjast ekki áfengi því það getur breytt neytanda í fíkil en nú drekka 35% Íslendinga áfengi í hverri viku. Skaðleg áhrif alkóhóls eru til dæmis eitrun í heila vegna lifrarskemmda, skemmdir á litla heila, geðtruflanir, svefntruflanir, taugaskemmdir, aukin hætta á krabbameini í meltingarvegi, fitulifur, skorpulifur, briskirtilsbólga, hjartsláttartruflanir, skemmdir á hjartavöðvar, uppsöfnun fitu í lifrinni, beinþynning og auknar líkur á heilablóðfalli. Mótvægisaðgerðir og viðbúnaður Ekki dugar þó að lýsa bara yfir hættustigi vegna áfengisnotkunar heldur er nauðsynlegt að fylgja málinu eftir með markvissum aðgerðum líkt og Almannavarnir gera. Til hvaða ráða er hægt að grípa? Alþjóðleg ritrýnd gögn sýna, að ef ekkert er gert eða jafnvel dregið er úr takmörkunum á aðgengi að alkóhóli, þá eykst neyslan og heilsa þjóðarinnar versnar. Það ráð dugar því greinilega ekki, þótt nokkrir alþingismenn berjist fyrir því í nafni viðskiptafrelsis. Opinber lýðheilsustefna og -markmið snýst um að draga úr skaðlegum áhrifum og afleiðingum áfengisdrykkju. Á lista yfir aðgerðir sem stungið er upp á hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, er meðal annars mælt með því að takmarka aðgengi að áfengi með völdum aðgerðum: Ríkiseinokunarverslun sem stýrist af lýðheilsusjónarmiðum. Lögum um fjölda og staðsetningu áfengisverslana. Lögum um opnunartíma, -daga og klukkutíma. Það ætti því að vera auðvelt að rökstyðja nokkrar öflugar forvarnir, viðbúnað og aðgerðir sem byggja á vísindalegum gögnum. Hér má nefna nokkrar sem auðvelt er að framkvæma strax, fyrst hætta vofir yfir: Fækka vínbúðum ÁTVR á landinu í stað þess að fjölga þeim og stækka eins og gert hefur verið undanfarin ár. Stytta opnunartíma í vínbúðum ÁTVR í stað þess að lengja og fjölga dögum (oft er afgreitt nú til 20 á kvöldin og til 18 á laugardögum). Taka á ólöglegri vínsölu á netinu, vínsölu sem veltir milljörðum og hvorki ráðuneyti né lögregla skipta sér af, þrátt fyrir slysin í umferðinni vegna ölvunaraksturs og heimilisofbeldis. Áfengisdrykkja tengist 13% allra umferðarslysa. (Að kaupa áfengi í netsölu á kvöldin og um helgar styður áhættusamar drykkjuvenjur, netkaupin gera fólki kleift að halda áfram drykkju sem ella hefði stöðvast þegar áfengið var búið). Fella öll frumvörp á Alþingi sem beinast að því að lengja fjölga opnunardögum vínbúða, auka aðgengi, lögleiða heimabrugg og gefa ólöglegri vínsölu á netinu grænt ljós. Benda Hagkaupum og öðrum slíkum á að sala áfengis á þeirra vegum er ólögleg. Lista mætti upp langtímaaðgerðir einnig, þær felast í því að breyta menningunni og efla fræðslu og forvarnir. Viðauki: Eldri kynslóðin og vín Til er mýta um heilsusamleg áhrif hóflegrar víndrykkju. Engin gögn sýna að hófdrykkja, hvorki rauðvíns- né bjórglas, geti verið góð fyrir hjartað eða heilsuna yfirleitt, þetta kemur fram í nýbirtri viðamikilli breskri vísindarannsókn. Fullyrðingar um slíkt eiga iðulega uppruna sinn hjá markaðsdeildum framleiðenda. Það er jafnvel fylgni milli hófdrykkju eldri kynslóðarinnar og dauða vegna krabbameins, sérstaklega fólks með undirliggjandi sjúkdóma. „Alkóhól eykur áhættuna á því að fá krabbamein, alveg frá fyrsta sopa,“ segir Dr. Rosario Ortolá aðalhöfundur greinar um niðurstöðuna. Höfundur er rithöfundur Heimildir: Heilbrigðisráðherra: https://www.althingi.is/altext/154/s/1955.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 Rannsókn Rosario Ortolá: https://jamanetwork.com/journals/jamanetworkopen/fullarticle/2822215 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hættustigi vegna áfengisdrykkju var nýlega lýst í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi um áfengisneyslu og -fíknar Íslendinga. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi, hættustigi eða neyðarstigi eftir stöðumat. Hverju stigi fylgja fumlausar aðgerðir og oftast er gripið til tafarlausra ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Viðbúnaður er efldur og einnig er gripið til fyrirbyggjandi aðgerða. Tölfræði frá Embætti landlæknis, Hagstofunni og SÁÁ hefur leitt í ljós stigvaxandi hættu vegna áfengisneyslu í landinu. Fjórðungur Íslendinga, 15 ára og eldri, hefur nú þegar tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur áfengis sem bitnar á heilsufari og fjölskyldum. Það skapar hættu fyrir viðkvæmt heilbrigðiskerfi landsins sem má ekki við meira álagi en þegar er viðvarandi. Áfengi er hættulegur og skaðlegur vímugjafi í óhófi og því fylgir bæði ofbeldi og síðan mikil andleg vanlíðan. Mikilvægt er að ánetjast ekki áfengi því það getur breytt neytanda í fíkil en nú drekka 35% Íslendinga áfengi í hverri viku. Skaðleg áhrif alkóhóls eru til dæmis eitrun í heila vegna lifrarskemmda, skemmdir á litla heila, geðtruflanir, svefntruflanir, taugaskemmdir, aukin hætta á krabbameini í meltingarvegi, fitulifur, skorpulifur, briskirtilsbólga, hjartsláttartruflanir, skemmdir á hjartavöðvar, uppsöfnun fitu í lifrinni, beinþynning og auknar líkur á heilablóðfalli. Mótvægisaðgerðir og viðbúnaður Ekki dugar þó að lýsa bara yfir hættustigi vegna áfengisnotkunar heldur er nauðsynlegt að fylgja málinu eftir með markvissum aðgerðum líkt og Almannavarnir gera. Til hvaða ráða er hægt að grípa? Alþjóðleg ritrýnd gögn sýna, að ef ekkert er gert eða jafnvel dregið er úr takmörkunum á aðgengi að alkóhóli, þá eykst neyslan og heilsa þjóðarinnar versnar. Það ráð dugar því greinilega ekki, þótt nokkrir alþingismenn berjist fyrir því í nafni viðskiptafrelsis. Opinber lýðheilsustefna og -markmið snýst um að draga úr skaðlegum áhrifum og afleiðingum áfengisdrykkju. Á lista yfir aðgerðir sem stungið er upp á hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, er meðal annars mælt með því að takmarka aðgengi að áfengi með völdum aðgerðum: Ríkiseinokunarverslun sem stýrist af lýðheilsusjónarmiðum. Lögum um fjölda og staðsetningu áfengisverslana. Lögum um opnunartíma, -daga og klukkutíma. Það ætti því að vera auðvelt að rökstyðja nokkrar öflugar forvarnir, viðbúnað og aðgerðir sem byggja á vísindalegum gögnum. Hér má nefna nokkrar sem auðvelt er að framkvæma strax, fyrst hætta vofir yfir: Fækka vínbúðum ÁTVR á landinu í stað þess að fjölga þeim og stækka eins og gert hefur verið undanfarin ár. Stytta opnunartíma í vínbúðum ÁTVR í stað þess að lengja og fjölga dögum (oft er afgreitt nú til 20 á kvöldin og til 18 á laugardögum). Taka á ólöglegri vínsölu á netinu, vínsölu sem veltir milljörðum og hvorki ráðuneyti né lögregla skipta sér af, þrátt fyrir slysin í umferðinni vegna ölvunaraksturs og heimilisofbeldis. Áfengisdrykkja tengist 13% allra umferðarslysa. (Að kaupa áfengi í netsölu á kvöldin og um helgar styður áhættusamar drykkjuvenjur, netkaupin gera fólki kleift að halda áfram drykkju sem ella hefði stöðvast þegar áfengið var búið). Fella öll frumvörp á Alþingi sem beinast að því að lengja fjölga opnunardögum vínbúða, auka aðgengi, lögleiða heimabrugg og gefa ólöglegri vínsölu á netinu grænt ljós. Benda Hagkaupum og öðrum slíkum á að sala áfengis á þeirra vegum er ólögleg. Lista mætti upp langtímaaðgerðir einnig, þær felast í því að breyta menningunni og efla fræðslu og forvarnir. Viðauki: Eldri kynslóðin og vín Til er mýta um heilsusamleg áhrif hóflegrar víndrykkju. Engin gögn sýna að hófdrykkja, hvorki rauðvíns- né bjórglas, geti verið góð fyrir hjartað eða heilsuna yfirleitt, þetta kemur fram í nýbirtri viðamikilli breskri vísindarannsókn. Fullyrðingar um slíkt eiga iðulega uppruna sinn hjá markaðsdeildum framleiðenda. Það er jafnvel fylgni milli hófdrykkju eldri kynslóðarinnar og dauða vegna krabbameins, sérstaklega fólks með undirliggjandi sjúkdóma. „Alkóhól eykur áhættuna á því að fá krabbamein, alveg frá fyrsta sopa,“ segir Dr. Rosario Ortolá aðalhöfundur greinar um niðurstöðuna. Höfundur er rithöfundur Heimildir: Heilbrigðisráðherra: https://www.althingi.is/altext/154/s/1955.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 Rannsókn Rosario Ortolá: https://jamanetwork.com/journals/jamanetworkopen/fullarticle/2822215
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun