Í skólabyrjun Dagbjört Harðardóttir og Sigurjón Már Fox skrifa 19. ágúst 2024 10:01 Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Nú þegar skólabyrjun nálgast er í ýmsu að snúast bæði hjá börnum og fullorðnum. Oft á tíðum er skólabyrjun tími mikilla breytinga hjá börnum og allskyns tilfinningar sem geta fylgt því. Sum eru spennt yfir því að byrja í skólanum og hitta skólafélaga og kennara. Sum alls ekkert spennt og eru kvíðin fyrir skólabyrjun. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og höfum við öll mismunandi þarfir, þrár og langanir. Börn eru sterk á mismunandi sviðum og eru með mismunandi bakgrunn og áhugasvið. Hlutverk foreldra og starfsfólks skóla í lífi barna er því flókið og margþætt. Þegar huga á að farsæld barna er mikilvægt að öll þau sem koma að lífi barnanna standi saman og vinni að sömu markmiðunum. Það þurfa öll að róa í sömu átt. Lykilatriði er að leggja sig fram við að kynnast og vera tilbúin að vinna náið saman til þess að stuðla að því að börnunum líði sem best. Mikilvægt er að í skólanum geti öll börn tekið þátt og upplifað sig sem mikilvægan part af skólanum og bekknum. Þetta er stór partur af því að bæta námsumhverfið og stuðla að því að öll börn nái að auka hæfni sína og ná að vinna að sínum markmiðum. Starfsfólk skóla, foreldrar og börn skapa sína eigin skólamenningu. Án okkar er skóli ekkert annað en bygging,en með okkur er þessi bygging svo miklu meira. Við þurfum því að standa saman og byggja upp skólasamfélag þar sem öll eiga kost á því að finna og eltast við það sem gerir þau hamingjusöm. Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægt í þessu ferli. Rannsóknir sýna að uppbyggilegsamskipti foreldra hafa jákvæð áhrif á skólastarf.Samstarf milli heimilis og skóla hefur ýmsan ávinning. Til dæmis betri líðan barnanna í skólanum, áhugi þeirra á náminu eykst sem skilar sér í bættum námsárangri. Sjálfstraust eykst og almennt verður viðhorf barnanna til skólans jákvæðara.Við hjá Heimili og Skóla, landsamtökum foreldra hvetjum alla foreldra til þess að staldra við og íhuga hvernig skilaboð er verið að senda til barnsins, hvert er viðhorfið gagnvart skólanum og skoða hvort jafnvel sé hægt að gera betur? Eins og sagt hefur verið í áranna rás, þá þarf þorp til þess að ala upp barn. Öll þau sem koma að degi barnsins þurfa að taka höndum saman og ganga í takt til þess að barnið upplifi sem mest öryggi og gleði. Höfundar eru sérfræðingar hjá Heimili og skóla.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar